Hönnun og list 24. júní 2009 06:00 Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. Þeir sem vilja setja list og hönnun undir sama hatt hafa ýmislegt til síns máls, og verði það krafa félagsmanna skulum við hafa forgöngu um að taka til athugunar nýja skipan á regnhlífarsamtökum þeim sem kallast Bandalag íslenskra listamanna og við erum í forsvari fyrir þessi misserin. Við getum meira að segja tekið undir með Goddi að sama sé hvaðan gott komi. En rétt eins og okkur ber að tala fyrir okkar hagsmunasamtök, talar Goddur sem kennari í hönnunardeild Listaháskólans og er þar af leiðandi ekki óhlutdrægur aðili, frekar en rektor og deildarforseti sama skóla. Fríða á Mogganum er á hlutlausu svæði og kemur með ágæt rök. Það má vissulega spyrja: Er frábær fatahönnuður ekki jafnmikils virði og frábær listmálari? - og því mundum við seint svara neitandi, en jafnframt má spyrja á móti: Hver er ástæðan til þess að yfirleitt er verið að skilja á milli einstakra starfsstétta á þessu sviði? Samtök listamanna hljóta að standa vörð um hagsmuni sína rétt eins og önnur stéttarfélög. Með harðfylgi hefur listamönnum tekist að ýta á ráðamenn til að fá reistar stofnanir utan um starfsemi sína, það eru til launasjóðir, sem líklega væru ekki björgulegir ef ekki hefði verið dugandi fólk í forystu fyrir samtökum okkar. Grunnurinn að þessu öllu er að litið sé á listamenn sem atvinnumenn, hverja á sínu sviði. Orðið listamaður verður þannig í okkar augum starfsheiti, rétt eins og læknir, blaðamaður eða - hönnuður. Í almennu máli finnst orðið listamaður þó vissulega í merkingunni: einhver sem kann sitt fag, sem vinnur verk sitt vel. Því má svo bæta við að á meðan hönnuðir líta gjarnan á sig sem listamenn, leyfist listamönnum ekki alltaf að líta á sig sem hönnuði, eins og nýleg samkeppni, Hönnun í anda Erró, ber vitni um. Þar liggja væntanlega einhverjar faglegar forsendur að baki - en sama gildir þá um bókun okkar í ráðinu. Og þeir sem saka okkur um óbilgirni ættu ekki gleyma því að Bandalagið samþykkti fyrir sitt leyti nú í vetur að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir hönnuði í lögum um starfslaun listamanna. Vitrænustu athugasemdirnar koma síðan frá Steinunni Sigurðardóttur borgarlistamanni sjálfri, þar sem hún hvetur til samvinnu og sátta. Vitaskuld kviðum við því að henni kynni að sárna bókunin, en aldrei var það ætlunin að gera lítið úr henni eða verkum hennar. Viðbrögð hennar eru henni og stéttinni allri til sóma. Þessi margverðlaunaði hönnuður er greinilega hátt yfir argaþrasið hafinn. Ágúst Guðmundsson er forseti BÍL og Áslaug Thorlacius formaður SÍM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. Þeir sem vilja setja list og hönnun undir sama hatt hafa ýmislegt til síns máls, og verði það krafa félagsmanna skulum við hafa forgöngu um að taka til athugunar nýja skipan á regnhlífarsamtökum þeim sem kallast Bandalag íslenskra listamanna og við erum í forsvari fyrir þessi misserin. Við getum meira að segja tekið undir með Goddi að sama sé hvaðan gott komi. En rétt eins og okkur ber að tala fyrir okkar hagsmunasamtök, talar Goddur sem kennari í hönnunardeild Listaháskólans og er þar af leiðandi ekki óhlutdrægur aðili, frekar en rektor og deildarforseti sama skóla. Fríða á Mogganum er á hlutlausu svæði og kemur með ágæt rök. Það má vissulega spyrja: Er frábær fatahönnuður ekki jafnmikils virði og frábær listmálari? - og því mundum við seint svara neitandi, en jafnframt má spyrja á móti: Hver er ástæðan til þess að yfirleitt er verið að skilja á milli einstakra starfsstétta á þessu sviði? Samtök listamanna hljóta að standa vörð um hagsmuni sína rétt eins og önnur stéttarfélög. Með harðfylgi hefur listamönnum tekist að ýta á ráðamenn til að fá reistar stofnanir utan um starfsemi sína, það eru til launasjóðir, sem líklega væru ekki björgulegir ef ekki hefði verið dugandi fólk í forystu fyrir samtökum okkar. Grunnurinn að þessu öllu er að litið sé á listamenn sem atvinnumenn, hverja á sínu sviði. Orðið listamaður verður þannig í okkar augum starfsheiti, rétt eins og læknir, blaðamaður eða - hönnuður. Í almennu máli finnst orðið listamaður þó vissulega í merkingunni: einhver sem kann sitt fag, sem vinnur verk sitt vel. Því má svo bæta við að á meðan hönnuðir líta gjarnan á sig sem listamenn, leyfist listamönnum ekki alltaf að líta á sig sem hönnuði, eins og nýleg samkeppni, Hönnun í anda Erró, ber vitni um. Þar liggja væntanlega einhverjar faglegar forsendur að baki - en sama gildir þá um bókun okkar í ráðinu. Og þeir sem saka okkur um óbilgirni ættu ekki gleyma því að Bandalagið samþykkti fyrir sitt leyti nú í vetur að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir hönnuði í lögum um starfslaun listamanna. Vitrænustu athugasemdirnar koma síðan frá Steinunni Sigurðardóttur borgarlistamanni sjálfri, þar sem hún hvetur til samvinnu og sátta. Vitaskuld kviðum við því að henni kynni að sárna bókunin, en aldrei var það ætlunin að gera lítið úr henni eða verkum hennar. Viðbrögð hennar eru henni og stéttinni allri til sóma. Þessi margverðlaunaði hönnuður er greinilega hátt yfir argaþrasið hafinn. Ágúst Guðmundsson er forseti BÍL og Áslaug Thorlacius formaður SÍM.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun