Hönnun og list 24. júní 2009 06:00 Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. Þeir sem vilja setja list og hönnun undir sama hatt hafa ýmislegt til síns máls, og verði það krafa félagsmanna skulum við hafa forgöngu um að taka til athugunar nýja skipan á regnhlífarsamtökum þeim sem kallast Bandalag íslenskra listamanna og við erum í forsvari fyrir þessi misserin. Við getum meira að segja tekið undir með Goddi að sama sé hvaðan gott komi. En rétt eins og okkur ber að tala fyrir okkar hagsmunasamtök, talar Goddur sem kennari í hönnunardeild Listaháskólans og er þar af leiðandi ekki óhlutdrægur aðili, frekar en rektor og deildarforseti sama skóla. Fríða á Mogganum er á hlutlausu svæði og kemur með ágæt rök. Það má vissulega spyrja: Er frábær fatahönnuður ekki jafnmikils virði og frábær listmálari? - og því mundum við seint svara neitandi, en jafnframt má spyrja á móti: Hver er ástæðan til þess að yfirleitt er verið að skilja á milli einstakra starfsstétta á þessu sviði? Samtök listamanna hljóta að standa vörð um hagsmuni sína rétt eins og önnur stéttarfélög. Með harðfylgi hefur listamönnum tekist að ýta á ráðamenn til að fá reistar stofnanir utan um starfsemi sína, það eru til launasjóðir, sem líklega væru ekki björgulegir ef ekki hefði verið dugandi fólk í forystu fyrir samtökum okkar. Grunnurinn að þessu öllu er að litið sé á listamenn sem atvinnumenn, hverja á sínu sviði. Orðið listamaður verður þannig í okkar augum starfsheiti, rétt eins og læknir, blaðamaður eða - hönnuður. Í almennu máli finnst orðið listamaður þó vissulega í merkingunni: einhver sem kann sitt fag, sem vinnur verk sitt vel. Því má svo bæta við að á meðan hönnuðir líta gjarnan á sig sem listamenn, leyfist listamönnum ekki alltaf að líta á sig sem hönnuði, eins og nýleg samkeppni, Hönnun í anda Erró, ber vitni um. Þar liggja væntanlega einhverjar faglegar forsendur að baki - en sama gildir þá um bókun okkar í ráðinu. Og þeir sem saka okkur um óbilgirni ættu ekki gleyma því að Bandalagið samþykkti fyrir sitt leyti nú í vetur að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir hönnuði í lögum um starfslaun listamanna. Vitrænustu athugasemdirnar koma síðan frá Steinunni Sigurðardóttur borgarlistamanni sjálfri, þar sem hún hvetur til samvinnu og sátta. Vitaskuld kviðum við því að henni kynni að sárna bókunin, en aldrei var það ætlunin að gera lítið úr henni eða verkum hennar. Viðbrögð hennar eru henni og stéttinni allri til sóma. Þessi margverðlaunaði hönnuður er greinilega hátt yfir argaþrasið hafinn. Ágúst Guðmundsson er forseti BÍL og Áslaug Thorlacius formaður SÍM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Talsverðar umræður hafa spunnist út af bókun okkar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur út af vali á borgarlistamanni í ár. Eins og gjarnan gerist koma fram ýkjur og oftúlkanir, og rökræn niðurstaða nokkrum setningum síðar er sú að undirrituð séu óbærilega hrokafull og gjörræðisleg. Svona vill þetta nú oft verða í umræðum á Íslandi, fólk verður stóryrtara en það þarf að vera. Þeir sem vilja setja list og hönnun undir sama hatt hafa ýmislegt til síns máls, og verði það krafa félagsmanna skulum við hafa forgöngu um að taka til athugunar nýja skipan á regnhlífarsamtökum þeim sem kallast Bandalag íslenskra listamanna og við erum í forsvari fyrir þessi misserin. Við getum meira að segja tekið undir með Goddi að sama sé hvaðan gott komi. En rétt eins og okkur ber að tala fyrir okkar hagsmunasamtök, talar Goddur sem kennari í hönnunardeild Listaháskólans og er þar af leiðandi ekki óhlutdrægur aðili, frekar en rektor og deildarforseti sama skóla. Fríða á Mogganum er á hlutlausu svæði og kemur með ágæt rök. Það má vissulega spyrja: Er frábær fatahönnuður ekki jafnmikils virði og frábær listmálari? - og því mundum við seint svara neitandi, en jafnframt má spyrja á móti: Hver er ástæðan til þess að yfirleitt er verið að skilja á milli einstakra starfsstétta á þessu sviði? Samtök listamanna hljóta að standa vörð um hagsmuni sína rétt eins og önnur stéttarfélög. Með harðfylgi hefur listamönnum tekist að ýta á ráðamenn til að fá reistar stofnanir utan um starfsemi sína, það eru til launasjóðir, sem líklega væru ekki björgulegir ef ekki hefði verið dugandi fólk í forystu fyrir samtökum okkar. Grunnurinn að þessu öllu er að litið sé á listamenn sem atvinnumenn, hverja á sínu sviði. Orðið listamaður verður þannig í okkar augum starfsheiti, rétt eins og læknir, blaðamaður eða - hönnuður. Í almennu máli finnst orðið listamaður þó vissulega í merkingunni: einhver sem kann sitt fag, sem vinnur verk sitt vel. Því má svo bæta við að á meðan hönnuðir líta gjarnan á sig sem listamenn, leyfist listamönnum ekki alltaf að líta á sig sem hönnuði, eins og nýleg samkeppni, Hönnun í anda Erró, ber vitni um. Þar liggja væntanlega einhverjar faglegar forsendur að baki - en sama gildir þá um bókun okkar í ráðinu. Og þeir sem saka okkur um óbilgirni ættu ekki gleyma því að Bandalagið samþykkti fyrir sitt leyti nú í vetur að sérstakur sjóður verði stofnaður fyrir hönnuði í lögum um starfslaun listamanna. Vitrænustu athugasemdirnar koma síðan frá Steinunni Sigurðardóttur borgarlistamanni sjálfri, þar sem hún hvetur til samvinnu og sátta. Vitaskuld kviðum við því að henni kynni að sárna bókunin, en aldrei var það ætlunin að gera lítið úr henni eða verkum hennar. Viðbrögð hennar eru henni og stéttinni allri til sóma. Þessi margverðlaunaði hönnuður er greinilega hátt yfir argaþrasið hafinn. Ágúst Guðmundsson er forseti BÍL og Áslaug Thorlacius formaður SÍM.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun