Viðskipti innlent

Sakaðir um að stinga undan 30 milljónum króna

Tveir karlmenn á sjötugsaldri hafa verið ákærðir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum sem framin voru í rekstri einkahlutafélagsins Slitur.

Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti að upphæð rösklega 19 milljónir króna, sem innheimtur var í rekstri einkahlutafélagsins í lok árs 2005 og í byrjun árs 2006. Þá eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa ekki greitt staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins í tvo mánuði á árinu 2005 og í fjóra mánuði á árinu 2006. Mennirnir eru því sakaðir um að hafa haldið eftir um það bil 30 milljónum króna samtals.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en krafist er frávísunar í málinu af hálfu sakborninga og mun dómari taka afstöðu til hennar þann 16. apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×