Viðskipti innlent

Straumur selur 50% hlut sinn í Wood & Company

Straumur hefur selt 50% hlut sinn í fjárfestingarbankanum Wood & Company. Söluverðið er 10 milljónir evra eða rúmlega 1,4 milljarðar kr. Auk þess fær Straumur 30% af hagnaði Wood næstu tvö árin.

Í tilkynningu um málið segir að aðrir eigendur Wood nýtt sér rétt sinn á að kaup fyrrgreind 50% af Straumi og hafa því tekið að fullu við stjórn bankans frá og með deginum í dag.

Fram kemur að fyrrgreint ákvæði um 30% af hagnaði næstu tvö árin sé þó að hámarki 5 milljónir evra eða helmingur af söluverðinu.

Samtímis falla eigendur Wood frá sölurétti á hlutum í Wood til Straums, er losar Straum undan mögulegri skuldbindingu að verðmæti 50 milljón evra eða rúmlega 7 milljörðum kr.

Wood rekur starfsemi í flestum löndum mið- og austurhluta Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×