Viðskipti innlent

Sparisjóðabankinn biður ríkið ekki um eina krónu

Agnar Hansson forstjóri Sparisjóðabankans segir að bankinn hafi ekki og muni ekki biðja ríkisvaldið um eina einustu krónu í nýju fé. Hinsvegar sé farið fram á afskrift á kröfum ríkisvaldisins sem hvort eð er séu tapaðar ef bankinn fari í gjaldþrot.

Eins og fram kom í frétt á vefnum fyrr í dag segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að stjórnvöld hafi takmarkað svigrúm til að aðstoða Sparisjóðabankann.

"Við höfum ekki farið fram á bein fjárframlög frá ríkisvaldinu. En við höfum farið fram á afskrift á kröfum sem myndu hvort eða er glatast að fullu ef bankinn verður gjaldþrota," segir Agnar.

Fram kemur í máli Agnars er áfram sé unnið að endurskipulagningu bankans með erlendum kröfuhöfum og fulltrúum ríkisins. Hinir erlendu kröfuhafar séu reiðubúnir að breyta skuldum sínum í hlutafé að ákveðnu marki og afskrifa þær að ákveðnu marki ef ríkið gerir slíkt hið sama.

"Ef þetta gengur eftir og hægt verður að semja um lengingu á lánum á hagstæðari kjörum auk þess að fá nýjar lánalínur á þessi banki framtíð fyrir sér," segir Agnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×