Viðskipti innlent

Spyr hvor til séu minnisblöð eða hljóðritanir um Icesave

Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknar hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi til forsætisráðherra um hvort til séu minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn í forsætisráðuneytinu um samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda, þ.m.t. ráðherra, dagana 3.-6. október sl.

Siv spyr einnig ef svo er, geta þau gögn varpað ljósi á þá atburðarás sem deilt hefur verið um varðandi mögulegan flýti á því að Bretar tækju Icesave-ábyrgðirnar í breska lögsögu?

Í þriðja lagi spyr Siv ef svo er, hvert er meginefni þessara gagna?

Og í fjórða lagi vill Siv vita hvort til séu minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn sem benda til þess að forsætisráðherra hafi með einhverjum hætti komið að ákvörðun Seðlabankans um lánveitingar til a) Landsbankans, b) Kaupþings á framangreindum tíma - og ef svo er, með hvaða hætti?












Fleiri fréttir

Sjá meira


×