Sjálfstæð þjóð þarf sterka og framsækna háskóla Svafa Grönfeldt skrifar 10. október 2009 06:00 Ísland þarf sterka og framsækna háskóla og víðsýnt og hugrakkt háskólafólk sem aldrei fyrr. Það er hlutverk háskólanna að skapa og miðla þekkingu en ekki síður að þroska og blása ungu fólki hvatningu í brjóst til að berjast fyrir hugsjónum sínum og hafa áræðni og þekkingu til að skapa nýja framtíð. Hámenntað vinnuafl er að margra mati talið geta ráðið úrslitum um vöxt og afkomu þjóða á næstu áratugum. Áhættan fyrir fámennar þjóðir getur falist í bylgju fólksflutninga í formi þekkingartaps (e. brain drain) frá einu landi til annars. Þær þjóðir sem illa verða úti missa sitt hæfasta fólk sem leiðir til minnkandi framleiðni, lægra tæknistigs, minnkandi nýsköpunar og lægri skatttekna. Hvað gerist á Íslandi? Afturhvarf til fortíðar er ekki ávísun á framfarirÍ heimi þar sem samkeppnishæfni þjóða er best tryggð með þekkingarafli stöndum við nú frammi fyrir miklum niðurskurði til háskólamenntunar. Líkt og aðrir í samfélaginu munu háskólarnir axla þær byrðar en samtímis verðum við að standa vörð um gæði og valfrelsi fræðimanna og háskólanema þó kreppi að. Enda hefur engin af þeim þremur skýrslum sem unnar hafa verið fyrir menntamálaráðuneytið síðastliðið ár mælt með því. Það er einmitt á krepputímum sem víðsýni, samstaða og umburðarlyndi fyrir því sem ólíkt er skilar mestum árangri. Erum við ofmenntuð þjóð?Uppbygging þekkingarsamfélags er vopn 21. aldarinnar. En hvernig stöndum við? Erum við ofmenntuð þjóð sem ekki hefur efni á fjölbreyttri flóru háskóla? Í skýrslu OECD, Education at a Glance (2009), kemur fram að Íslendingar verja aðeins sem nemur 1,1% þjóðarframleiðslu til háskólamenntunar. Til samanburðar verja Finnar 2,6% þjóðarframleiðslu til háskólamenntunar, Danir 1,7% og Svíar 1,6%. Í tölfræðiárbók norrænu ráðherranefndarinnar frá 2008 má svo sjá tölur um menntunarstig á Norðurlöndum. Þar kemur fram að aðeins 18% íslenskra karla á aldrinum 15-74 ára hafa lokið háskólaprófi, samanborið við 21-24% karla á öðrum Norðurlöndum. Ísland er einnig lægst þegar kemur að háskólamenntun kvenna, en 20% íslenskra kvenna (á aldrinum 15-74 ára) hafa lokið háskólaprófi, samanborið við 21-31% annarra norrænna kvenna. Enn er því mikið verk óunnið og efla þarf íslenska háskóla á komandi árum til að skapa ungu fólki tækifæri til náms og starfa í samfélagi sem heillar og getur boðið starfsskilyrði og lífskjör eins og best gerist.HR hefur skapað 200 ný sérfræðistörf.Ísland þarf öfluga sjálfstæða háskóla. Háskólinn í Reykjavík hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna. Á undanförnum árum hefur Háskólinn í Reykjavík skapað hátt í 200 sérfræðistörf. Störf sem laðað hafa aftur heim marga af fremstu sérfræðingum landsins. Nú eru á fjórða tug sprotafyrirtækja starfandi í samstarfi við eða innan veggja HR sem hafa nú þegar skapað tugi starfa og eru líkleg til að skapa hundruð nýrra starfa á komandi árum. Yfir 100 viðskiptaáætlanir hafa litið dagsins ljós það sem af er þessu ári. Samstarf um rekstur Klaksins; nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og um rekstur Hugmyndahúss háskólanna með Listaháskóla Íslands eru dæmi um þá áherslu sem HR leggur á nýsköpunar- og frumkvöðlastarf.Rannsóknarvirkni og akademískur styrkur HR hefur vaxið hrattHR er nú með fleiri birtingar á alþjóðlegum ritrýndum vettvangi á sínum meginfræðasviðum en aðrir háskólar hér á landi. Alls eru birtingar fræðimanna HR á þessum vettvangi yfir 400 á ári og hafa þær tvöfaldast síðan árið 2005. HR hefur jafnframt á að skipa hæsta hlutfalli doktorsmenntaðra kennara í íslenskum háskólum á sviðum viðskipta- og lagamenntunar. HR hefur forskot á sviði atvinnulífsgreinaHáskólinn í Reykjavík hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins: HR er stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins. Skólinn útskrifar um 2/3 af öllu tæknimenntuðu háskólafólki hér á landi (sjá mynd). Jafnframt útskrifast nú fleiri viðskiptafræðingar frá HR en öðrum innlendum háskólum. Mikil ásókn er í nám við skólann enda er hann þekktur fyrir framsæknar kennsluaðferðir og öfluga stúdentaþjónustu. Opni háskólinn í HR þjónar síðan fjölbreyttum símenntunarþörfum atvinnulífsins með fleiri hundruðum námsleiða og þúsundum þátttakenda ár hvert. Frammistaða nemenda HR á innlendum og erlendum vettvangi talar einnig sínu máli. Sem dæmi má nefna að HR-ingar hafa unnið hönnunarkeppni verkfræðinema tvö ár í röð, hlotið bronsverðlaun á heimsleikum MBA-nema, orðið heimsmeistarar í gervigreind sl. tvö ár og náð langt í erlendum málflutningskeppnum laganema. Auk þess sem þeir eru eftirsóttir til starfa í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Háskólafólk standi samanFjöldi rekstrareininga á háskólastiginu skiptir minna máli en gæði þeirra og skilvirkni. Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands eru tveir stærstu háskólar landsins. Báðir gegna þeir mikilvægu hlutverki og báðir hafa þeir sína sérstöðu. Annar er í eigu ríkisins hinn í eigu atvinnulífsins. Annar hefur breiddina en hinn hefur sérhæft sig á tilteknum fræðasviðum. Við þurfum að nýta það besta úr ólíkum rekstrarformum háskólanna. Einn ríkisháskóli með vel á annan tug þúsunda nemenda og starfsfólks er ekki endilega trygging fyrir skilvirkni í rekstri. Gæði menntunar eru ekki heldur háð heildarstærð háskóla nema að litlu leyti. Einstök fagsvið þurfa hins vegar að ná ákveðinni lágmarksstærð til að tryggja hagkvæmni og gæði hvert á sínu sviði. Þetta rennir stoðum undir hugmyndir menntamálaráðherra um verkaskiptingu háskólanna.Mikið og gott starf hefur verið unnið í háskólunum undanfarin ár. Nú þurfum við að gera enn betur fyrir minna fjármagn. Ég vil hvetja nemendur og starfsfólk háskólanna allra til að sýna hvert öðru vinsemd og virðingu og skapa þannig frjóan jarðveg fyrir nýjar lausnir, samvinnu og enn kröftugra háskólastarf.Höfundur er rektor Háskólans í Reykjavik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ísland þarf sterka og framsækna háskóla og víðsýnt og hugrakkt háskólafólk sem aldrei fyrr. Það er hlutverk háskólanna að skapa og miðla þekkingu en ekki síður að þroska og blása ungu fólki hvatningu í brjóst til að berjast fyrir hugsjónum sínum og hafa áræðni og þekkingu til að skapa nýja framtíð. Hámenntað vinnuafl er að margra mati talið geta ráðið úrslitum um vöxt og afkomu þjóða á næstu áratugum. Áhættan fyrir fámennar þjóðir getur falist í bylgju fólksflutninga í formi þekkingartaps (e. brain drain) frá einu landi til annars. Þær þjóðir sem illa verða úti missa sitt hæfasta fólk sem leiðir til minnkandi framleiðni, lægra tæknistigs, minnkandi nýsköpunar og lægri skatttekna. Hvað gerist á Íslandi? Afturhvarf til fortíðar er ekki ávísun á framfarirÍ heimi þar sem samkeppnishæfni þjóða er best tryggð með þekkingarafli stöndum við nú frammi fyrir miklum niðurskurði til háskólamenntunar. Líkt og aðrir í samfélaginu munu háskólarnir axla þær byrðar en samtímis verðum við að standa vörð um gæði og valfrelsi fræðimanna og háskólanema þó kreppi að. Enda hefur engin af þeim þremur skýrslum sem unnar hafa verið fyrir menntamálaráðuneytið síðastliðið ár mælt með því. Það er einmitt á krepputímum sem víðsýni, samstaða og umburðarlyndi fyrir því sem ólíkt er skilar mestum árangri. Erum við ofmenntuð þjóð?Uppbygging þekkingarsamfélags er vopn 21. aldarinnar. En hvernig stöndum við? Erum við ofmenntuð þjóð sem ekki hefur efni á fjölbreyttri flóru háskóla? Í skýrslu OECD, Education at a Glance (2009), kemur fram að Íslendingar verja aðeins sem nemur 1,1% þjóðarframleiðslu til háskólamenntunar. Til samanburðar verja Finnar 2,6% þjóðarframleiðslu til háskólamenntunar, Danir 1,7% og Svíar 1,6%. Í tölfræðiárbók norrænu ráðherranefndarinnar frá 2008 má svo sjá tölur um menntunarstig á Norðurlöndum. Þar kemur fram að aðeins 18% íslenskra karla á aldrinum 15-74 ára hafa lokið háskólaprófi, samanborið við 21-24% karla á öðrum Norðurlöndum. Ísland er einnig lægst þegar kemur að háskólamenntun kvenna, en 20% íslenskra kvenna (á aldrinum 15-74 ára) hafa lokið háskólaprófi, samanborið við 21-31% annarra norrænna kvenna. Enn er því mikið verk óunnið og efla þarf íslenska háskóla á komandi árum til að skapa ungu fólki tækifæri til náms og starfa í samfélagi sem heillar og getur boðið starfsskilyrði og lífskjör eins og best gerist.HR hefur skapað 200 ný sérfræðistörf.Ísland þarf öfluga sjálfstæða háskóla. Háskólinn í Reykjavík hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna. Á undanförnum árum hefur Háskólinn í Reykjavík skapað hátt í 200 sérfræðistörf. Störf sem laðað hafa aftur heim marga af fremstu sérfræðingum landsins. Nú eru á fjórða tug sprotafyrirtækja starfandi í samstarfi við eða innan veggja HR sem hafa nú þegar skapað tugi starfa og eru líkleg til að skapa hundruð nýrra starfa á komandi árum. Yfir 100 viðskiptaáætlanir hafa litið dagsins ljós það sem af er þessu ári. Samstarf um rekstur Klaksins; nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og um rekstur Hugmyndahúss háskólanna með Listaháskóla Íslands eru dæmi um þá áherslu sem HR leggur á nýsköpunar- og frumkvöðlastarf.Rannsóknarvirkni og akademískur styrkur HR hefur vaxið hrattHR er nú með fleiri birtingar á alþjóðlegum ritrýndum vettvangi á sínum meginfræðasviðum en aðrir háskólar hér á landi. Alls eru birtingar fræðimanna HR á þessum vettvangi yfir 400 á ári og hafa þær tvöfaldast síðan árið 2005. HR hefur jafnframt á að skipa hæsta hlutfalli doktorsmenntaðra kennara í íslenskum háskólum á sviðum viðskipta- og lagamenntunar. HR hefur forskot á sviði atvinnulífsgreinaHáskólinn í Reykjavík hefur skapað sér sérstöðu sem háskóli atvinnulífsins: HR er stærsti tækni- og viðskiptaháskóli landsins. Skólinn útskrifar um 2/3 af öllu tæknimenntuðu háskólafólki hér á landi (sjá mynd). Jafnframt útskrifast nú fleiri viðskiptafræðingar frá HR en öðrum innlendum háskólum. Mikil ásókn er í nám við skólann enda er hann þekktur fyrir framsæknar kennsluaðferðir og öfluga stúdentaþjónustu. Opni háskólinn í HR þjónar síðan fjölbreyttum símenntunarþörfum atvinnulífsins með fleiri hundruðum námsleiða og þúsundum þátttakenda ár hvert. Frammistaða nemenda HR á innlendum og erlendum vettvangi talar einnig sínu máli. Sem dæmi má nefna að HR-ingar hafa unnið hönnunarkeppni verkfræðinema tvö ár í röð, hlotið bronsverðlaun á heimsleikum MBA-nema, orðið heimsmeistarar í gervigreind sl. tvö ár og náð langt í erlendum málflutningskeppnum laganema. Auk þess sem þeir eru eftirsóttir til starfa í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Háskólafólk standi samanFjöldi rekstrareininga á háskólastiginu skiptir minna máli en gæði þeirra og skilvirkni. Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands eru tveir stærstu háskólar landsins. Báðir gegna þeir mikilvægu hlutverki og báðir hafa þeir sína sérstöðu. Annar er í eigu ríkisins hinn í eigu atvinnulífsins. Annar hefur breiddina en hinn hefur sérhæft sig á tilteknum fræðasviðum. Við þurfum að nýta það besta úr ólíkum rekstrarformum háskólanna. Einn ríkisháskóli með vel á annan tug þúsunda nemenda og starfsfólks er ekki endilega trygging fyrir skilvirkni í rekstri. Gæði menntunar eru ekki heldur háð heildarstærð háskóla nema að litlu leyti. Einstök fagsvið þurfa hins vegar að ná ákveðinni lágmarksstærð til að tryggja hagkvæmni og gæði hvert á sínu sviði. Þetta rennir stoðum undir hugmyndir menntamálaráðherra um verkaskiptingu háskólanna.Mikið og gott starf hefur verið unnið í háskólunum undanfarin ár. Nú þurfum við að gera enn betur fyrir minna fjármagn. Ég vil hvetja nemendur og starfsfólk háskólanna allra til að sýna hvert öðru vinsemd og virðingu og skapa þannig frjóan jarðveg fyrir nýjar lausnir, samvinnu og enn kröftugra háskólastarf.Höfundur er rektor Háskólans í Reykjavik.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar