Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta nam tæpum 19 milljörðum

Skuldabréfavelta nam tæpum 18,9 milljörðum króna í dag. Er veltan svipuð og að undanförnu. Velta með íbúðabréf nam tæpum 10,4 milljörðum króna.

Velta með hlutabréf nam alls 40,7 milljónum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,36% í viðskiptum dagsins.

Mest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 16 milljónir króna. Hækkuðu bréf félagsins um 0,93%. Hlutabréf Bakkavarar hækkuðu mest í dag eða um 5,88%, í mjög litlum viðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×