Innlent

Slær í gegn með skartgripi

Steinunn Vala Sigfúsdóttir
Steinunn Vala Sigfúsdóttir

„Ég seldi hringana heiman frá mér til að byrja með en svo var ég farin að fá það margar fyrirspurnir að ég ákvað að reyna að koma þeim í sölu annars staðar frá,“ segir Steinunn Vala Sigfúsdóttir byggingarverkfræðingur sem gerir það gott eftir að hafa söðlað um og snúið sér að skartgripagerð.

Hringar Steinunnar Völu, sem er mörgum kunn úr Gettu betur þar sem hún sinnti stigavörslu, urðu til sem verkefni í Prisma-námi í Listaháskóla Íslands. Mikil eftirspurn hefur verið eftir hringunum og tók Epal þá nýverið í sölu.- jma/




Fleiri fréttir

Sjá meira


×