Viðskipti innlent

Síminn talinn hafa staðið sig best í markaðsmálunum

Guðmundur Halldór Björnsson, Magnús Magnússon, Ágústa S. Guðjónsdóttir, öll sérfræðingar í markaðsdeild, Sveinn Líndal Jóhannsson, viðskiptastjóri ENNEMM, Þórhildur Rún Guðjónsdóttir, sérfræðingur í markaðsdeild og Petrea I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðssviðs Símans.
Guðmundur Halldór Björnsson, Magnús Magnússon, Ágústa S. Guðjónsdóttir, öll sérfræðingar í markaðsdeild, Sveinn Líndal Jóhannsson, viðskiptastjóri ENNEMM, Þórhildur Rún Guðjónsdóttir, sérfræðingur í markaðsdeild og Petrea I. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðssviðs Símans.

Markaðsstjórar nefndu Símann oftast sem það fyrirtæki sem stóð sig vel í markaðsmálum á síðasta ári samkvæmt könnun Capacent Gallup. Könnunin var gerð í febrúar að því er fram kemur í tilkynningu frá Símanum en í úrtakinu voru markaðsstjórar 400 stærstu auglýsenda samkvæmt Auglýsingamarkaði Capacent Gallup.

Ennemm sem sér um auglýsingaherferðir Símans var einnig valin besta auglýsingastofan árið 2008 af fólki úr sama úrtaki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×