Innlent

Líðan óbreytt

Mynd/GVA
Manninum sem lenti í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í fyrradag er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Líðan mannsins er óbreytt, að sögn vakthafandi læknis. Tveir létu lífið þegar tvær bifreiðar lentu saman.

Slysið varð við Arnarnesbrúna í Garðabæ á föstudagsmorgun. Ökumaður jepplings sem var á leið í átt að Hafnarfirði fór yfir á hinn vegarhelminginn og skall á stórum leigubíl sem var á leið til Reykjavíkur. Ökumenn beggja bílanna létust. Annar þeirra var á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri. Maðurinn sem liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild er á fertugsaldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×