Stal viðskiptaforriti Goldman Sachs 8. júlí 2009 14:01 Miðlarar að störfum á Wall Street. Fyrrum starfsmaður fjárfestingabankans Goldman Sachs tók ófrjálsri hendi afrit af mikilvægum viðskiptahugbúnaði í eigu bankans. Sá stuldur gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir bankann. Bankinn gæti hugsanlega tapað hundruðum milljóna króna komist gögnin ekki aftur í vörslu bankans. Sergey Aleynikov, þrjátíu og níu ára forritari hjá Goldman Sachs, var handtekinn á föstudaginn vegna málsins. Sergey þessi hóf störf í bankanum árið 2007 og er sakaður um að hafa tekið afrit af viðskiptahugbúnaðinum. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Talið er að slíkur stuldur geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir bandarískan fjármálamarkað. Sergey flutti gögnin, sem eru milljóna virði í Bandaríkjadollurum, til tölvuþjónustu í Þýskalandi. Þar af leiðandi er hugsanlegt að fleiri hafi aðgang að gögnunum sem gæti leitt til þess að Goldman Sachs í New York tapi gríðarlegum fjármunum. Bankinn telur hugsanlegt að einhver sem kunni á forritið sé með aðgang að því og komi til með að nota það í þeim tilgangi misnota fjármálamarkaði á einn eða annan hátt. Gögnin eru þegar komin til Þýskalands en bankinn hefur enn ekki upplýsingar um hvort fleiri hafi aðgang að hugbúnaðinum. Þegar slíkur hugbúnaður er í vörslu annars aðila dregur það sjálfkrafa úr markaðshludeild verðbréfaviðskipta bankans. Sá hugbúnaður sem um ræðir gerir það að verkum að hægt er að eiga afar fullkomin og hröð viðskipti með verðbréf og ýmis konar fjármálagerninga. Tekjur af slíkum viðskiptum nema hundruðum milljóna Bandaríkjadala á hverju ári. Þeir sem búa yfir bestu tækninni á fjármálamarkaðinum eru fyrstir til að greina mismunandi viðskiptaaðferðir og geta því tekið ýmsar ákvarðanir á undan samkeppnisaðilunum. Þeir sem eru með hugbúnaðinn undir höndum gætu innleitt sömu aðferðir og Goldman Sachs og þar með náð að minnka samkeppnisforskot bankans. Að lokum segir að þetta mál vekji fjármálafyrirtæki og stofnanir til umhugsunar á öryggismálum þeirra hugbúnaða og kerfa sem þau hafa yfir að ráða Í greininni kemur fram að þetta sé svakalegasti glæpur í sögu bankans. Grundvelli verðbréfaviðskipta er kippt undan bankanum og þá segir að engin brot af þessari stærðargráðu hafi átt sér stað hjá bankanum. Hlutabréf í Goldman Sachs lækkuðu um tæp 3% í gær við þessar fregnir. Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrrum starfsmaður fjárfestingabankans Goldman Sachs tók ófrjálsri hendi afrit af mikilvægum viðskiptahugbúnaði í eigu bankans. Sá stuldur gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir bankann. Bankinn gæti hugsanlega tapað hundruðum milljóna króna komist gögnin ekki aftur í vörslu bankans. Sergey Aleynikov, þrjátíu og níu ára forritari hjá Goldman Sachs, var handtekinn á föstudaginn vegna málsins. Sergey þessi hóf störf í bankanum árið 2007 og er sakaður um að hafa tekið afrit af viðskiptahugbúnaðinum. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Talið er að slíkur stuldur geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir bandarískan fjármálamarkað. Sergey flutti gögnin, sem eru milljóna virði í Bandaríkjadollurum, til tölvuþjónustu í Þýskalandi. Þar af leiðandi er hugsanlegt að fleiri hafi aðgang að gögnunum sem gæti leitt til þess að Goldman Sachs í New York tapi gríðarlegum fjármunum. Bankinn telur hugsanlegt að einhver sem kunni á forritið sé með aðgang að því og komi til með að nota það í þeim tilgangi misnota fjármálamarkaði á einn eða annan hátt. Gögnin eru þegar komin til Þýskalands en bankinn hefur enn ekki upplýsingar um hvort fleiri hafi aðgang að hugbúnaðinum. Þegar slíkur hugbúnaður er í vörslu annars aðila dregur það sjálfkrafa úr markaðshludeild verðbréfaviðskipta bankans. Sá hugbúnaður sem um ræðir gerir það að verkum að hægt er að eiga afar fullkomin og hröð viðskipti með verðbréf og ýmis konar fjármálagerninga. Tekjur af slíkum viðskiptum nema hundruðum milljóna Bandaríkjadala á hverju ári. Þeir sem búa yfir bestu tækninni á fjármálamarkaðinum eru fyrstir til að greina mismunandi viðskiptaaðferðir og geta því tekið ýmsar ákvarðanir á undan samkeppnisaðilunum. Þeir sem eru með hugbúnaðinn undir höndum gætu innleitt sömu aðferðir og Goldman Sachs og þar með náð að minnka samkeppnisforskot bankans. Að lokum segir að þetta mál vekji fjármálafyrirtæki og stofnanir til umhugsunar á öryggismálum þeirra hugbúnaða og kerfa sem þau hafa yfir að ráða Í greininni kemur fram að þetta sé svakalegasti glæpur í sögu bankans. Grundvelli verðbréfaviðskipta er kippt undan bankanum og þá segir að engin brot af þessari stærðargráðu hafi átt sér stað hjá bankanum. Hlutabréf í Goldman Sachs lækkuðu um tæp 3% í gær við þessar fregnir.
Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira