Viðskipti innlent

Primera Air gerir samning um viðhald og þjónustu í Singapore

Íslenska flugfélagið Primera Air hefur gert samning við ST Aerospace í Singapore um viðhald, viðgerðir og skoðanir á sex af flugvélum sínum til næstu átta ára og viðhald á lendingarbúnaði þeirra til næstu fimm ára.

Samningurinn hljóðar upp á 32,5 milljónir dollara eða 4,2 milljarða kr.

Í frétt um málið í Straits Times segir að auk fyrrgreindra sex Boeing 737 véla Primera nær samningurinn einnig yfir sex aðrar vélar sem brátt muni bætast við flugflota Primera. ST Aerospace hefur nún átt samvinnu við Primera í þrjú ár.

ST Aerospace segir í tilkynningu um málið að þetta sé þriðji samningurinn af þessu tagi sem félagið fær á einum mánuði.

Jón Karl Ólafsson forstjóri Primera segir að í gengum árin hafi ST Aero sýnt sig að vera áreiðanlegur og sveigjanlegur birgir. „Við teljum að ST Aerospace muni geta veitt Primera ómetanlegan stuðning í áformum okkar um vöxt félagsins," segir Jón Karl.

Primera Air er að fullu í eigu Primera Travel Group sem er með starfsemi á Íslandi, öllum hinum Norðurlöndunum auk Írlands og Eistlands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×