Erlent

Flutningaskip týnt - aftur

Það þykir ráðgáta ein hvernig 4000 tonna flutningaskip gat horfið í nokkra daga, komið aftur í leitirnar og horfið síðan aftur.

Flutningaskipið Arctic Sea hóf för sína frá Finnlandi 23. júlí síðastliðinn með timburfarm til Alsír. Það komst hins vegar aldrei á leiðarenda þar sem það hvarf af ratsjá. Í kjölfarið komu fram misvísandi upplýsingar um hvar skipið væri.

Franskir sérfræðingar segja það nú á siglingu yfir Atlantshafið þar sem talið var að til þess hefði sést í gær um 400 sjómílur út af strönum Grænhöfðaeyja.

Sendiherra Rússlands á svæðinu segir það þó líklega rangar upplýsingar, Atctic Sea sé enn saknað og að leit standi enn yfir.

Það er því enn á huldu, hvar skipið er niður komið, en leitað er að skipinu um allan heim. Enn er óvíst hvort um sjórán sé að ræða því enn hefur ekki verið farið fram á neitt lausnargjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×