Viðskipti innlent

Verðhjöðnun tvíeggja sverð

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.
Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Mynd/GVA
Útlit er fyrir að verðhjöðnun næstu mánuði. Höfuðstóll verðtryggðra lána mun því lækka en neikvæður fylgifiskur eru lömunaráhrif í viðskiptalífinu. Tvíeggja sverð segir lektor sem segir að hér þurfi skilyrði fyrir kröftugri eftirspurn til að bæta ástandið.

Verðhjöðnun er skilgreind sem viðvarandi lækkun almenns verðlags og getur myndast vegna umframframboðs. Við slík skilyrði er ekki næg eftirspurn þar sem fólk býst við að hægt sé að gera betri kaup á morgun en í dag.  

Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, bendir á að í mars hafi verðlag lækkað á milli mánaða. Hann segir að húsnæðisliður vísitölunnar vegi þar þyngst.

„Það er alveg möguleiki á því að þessi verðhjöðnun verði hér áfram,“ segir Ólafur.

Á tímabili verðhjöðnunar fara verðlagsvísitölur eins og vísitala neysluverðs lækkandi. Höfuðstóll verðtryggðra lána lækkar því í verðhjöðnun en neikvæður fylgifiskur er að lömunaráhrif verða í viðskiptalífinu.

Ólafur segir að verðhjöðnun sé í besta falli tvíeggja sverð. „Vegna þess að almenn verðlækkun á verðlagi er til þess að fallin að draga mjög niður alla eftirspurn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×