Erlent

Styður fullveldi georgísku aðskilnaðarhéraðanna

Chavez er í opinberri heimsókn í Rússlandi og hitti þar meðal annars forsetann Medvedev.
Chavez er í opinberri heimsókn í Rússlandi og hitti þar meðal annars forsetann Medvedev. Mynd/AP
Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann og ríkisstjórn hans hefðu ákveðið að viðurkenna fullveldi georgísku aðskilnaðarhéraðanna Abkasíu og Suður-Ossetíu.

Georgíumenn og Rússar börðust hatrammlega um Suður-Ossetíu í fyrrasumar. Síðan þá hafa bæði héruðin lýst einhliða yfir sjálfstæði frá Georgíu með stuðningi Rússa.

Chavez tilkynnti um ákvörðun stjórnar sinnar á fundi með Dimítrí Medvedev, Rússlandsforseta, en Chavez er nú í opinberri heimsókn í Rússlandi. Þar mun hann ræða við ráðamenn í Kreml um hernaðarsamvinnu milli ríkjanna og samvinnu í orkumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×