Trúboð Samfylkingarinnar Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir skrifar 2. júlí 2009 03:30 Okkur Íslendinga virðist skorta framsýni, þ.e. að geta séð afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Það eru gerð hver heimskupörin á fætur öðrum á öllum sviðum. Menn virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera, hafa engar lausnir, engin svör - NEMA Samfylkingin. Öll þeirra svör eru eins og forrituð, allt verður betra með inngöngu í ESB. Efnahagsmálin batna, fiskveiðimálin, orkumálin, pólitíkin batnar, spillingin batnar, menn verða gáfaðri, klárari, betri - bara ef við göngum í ESB. Skítt með fórnirnar, auðlindir og fullveldi. Það hlýtur að vera allt til vinnandi að fá að vera hluti af alþjóðasamfélaginu - eins og eitt lítið tannhjól í stóru verki sem við komum aldrei til með að hafa nein áhrif á. Og af hverju ætti ESB að vilja okkur? Er það af því að við erum svo svakalega klár? Eða rosalegir fjármálasnillingar? Af því að svo lítil spilling ríkir hjá okkur? Eða af því að við erum svo rosalega langt á undan öðrum þjóðum á öllum sviðum? Hvað halda menn að það gæti verið? Líklegt þykir mér að ESB sjái sér hag í því að komast yfir auðlindir okkar. Einhvers staðar var ritað að næsta gullið í heiminum yrði vatnið - við eigum t.d. nóg af því. Ýmsir froðusnakkar Samfylkingarinnar, hafa haldið á lofti mikilvægi þess að hefja aðildarumræður við ESB Það byggist á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafa engar lausnir, hvað þá getu til að ráða við hið hrikalega ástand sem við glímum við. Í hvert sinn sem fjölmiðlar hafa spurt Samfylkingarmenn, t.d. félagsmálaráðherra Árna Pál Árnason, hvernig bregðast skuli við ýmsum vandamálum í kjölfar kreppunnar er eins og ýtt sé á takka: „Þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið..."! Sama hvert málefnið er, svörin hefjast og enda alltaf á sömu setningunni. Svo eru sömu menn spurðir að því hvað Samfylkingin ætlar að taka til bragðs ef að þjóðin hafnaði aðild að ESB. Þá verða þeir alltaf jafnhvumsa - hafa engin svör. Í viðtali einu svaraði Árni Páll: „Við tökum bara á því þegar þar að kemur." Því getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvers konar fólk komist í ráðherrastöður? Hvaða hæfileika þurfa menn að hafa til að komast inn á þing eða í ráðherrastöðu? Ekki mjög mikla ef tekið er mið af því fólki sem núna er við völd. Við Íslendingar erum miklir einfeldningar, sér í lagi þegar kemur að samskiptum við erlenda aðila. Þá er eins og einhver undirlægjuháttur taki yfirhöndina og við viljum gera allt til að forða því að styggja útlendingana, jafnvel á kostnað þjóðarinnar. Sérstaklega virðist þetta eiga við um Samfylkinguna og eru mörg dæmi sem nefna má því til stuðnings. Nefna má dæmi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem endasentist út um allt til að reyna að bjarga heiminum á meðan allt brann hér heima. Sú ætlaði nú aldeilis koma á friði, ekki bara á milli Ísraelsmanna og Palestínu, heldur í Afganistan líka. Í upphafi kreppunnar var hún að reyna að koma okkur inn í Öryggisráðið sem er hugsanlega toppurinn á sjálfsblekkingu stjórnvalda á „egoflippi". Þegar Ingibjörg var spurð af fréttamanni hvort henni fyndist ekki 300 milljónir króna sem eytt var í þessa kosningu of mikið, þá svaraði hún; „Við eignuðumst allavega fullt af vinum"! Er þetta ábyrgur ráðherra/stjórnmálamaður? Og hvar eru vinirnir núna, spyr ég? Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Okkur Íslendinga virðist skorta framsýni, þ.e. að geta séð afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Það eru gerð hver heimskupörin á fætur öðrum á öllum sviðum. Menn virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera, hafa engar lausnir, engin svör - NEMA Samfylkingin. Öll þeirra svör eru eins og forrituð, allt verður betra með inngöngu í ESB. Efnahagsmálin batna, fiskveiðimálin, orkumálin, pólitíkin batnar, spillingin batnar, menn verða gáfaðri, klárari, betri - bara ef við göngum í ESB. Skítt með fórnirnar, auðlindir og fullveldi. Það hlýtur að vera allt til vinnandi að fá að vera hluti af alþjóðasamfélaginu - eins og eitt lítið tannhjól í stóru verki sem við komum aldrei til með að hafa nein áhrif á. Og af hverju ætti ESB að vilja okkur? Er það af því að við erum svo svakalega klár? Eða rosalegir fjármálasnillingar? Af því að svo lítil spilling ríkir hjá okkur? Eða af því að við erum svo rosalega langt á undan öðrum þjóðum á öllum sviðum? Hvað halda menn að það gæti verið? Líklegt þykir mér að ESB sjái sér hag í því að komast yfir auðlindir okkar. Einhvers staðar var ritað að næsta gullið í heiminum yrði vatnið - við eigum t.d. nóg af því. Ýmsir froðusnakkar Samfylkingarinnar, hafa haldið á lofti mikilvægi þess að hefja aðildarumræður við ESB Það byggist á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafa engar lausnir, hvað þá getu til að ráða við hið hrikalega ástand sem við glímum við. Í hvert sinn sem fjölmiðlar hafa spurt Samfylkingarmenn, t.d. félagsmálaráðherra Árna Pál Árnason, hvernig bregðast skuli við ýmsum vandamálum í kjölfar kreppunnar er eins og ýtt sé á takka: „Þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið..."! Sama hvert málefnið er, svörin hefjast og enda alltaf á sömu setningunni. Svo eru sömu menn spurðir að því hvað Samfylkingin ætlar að taka til bragðs ef að þjóðin hafnaði aðild að ESB. Þá verða þeir alltaf jafnhvumsa - hafa engin svör. Í viðtali einu svaraði Árni Páll: „Við tökum bara á því þegar þar að kemur." Því getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvers konar fólk komist í ráðherrastöður? Hvaða hæfileika þurfa menn að hafa til að komast inn á þing eða í ráðherrastöðu? Ekki mjög mikla ef tekið er mið af því fólki sem núna er við völd. Við Íslendingar erum miklir einfeldningar, sér í lagi þegar kemur að samskiptum við erlenda aðila. Þá er eins og einhver undirlægjuháttur taki yfirhöndina og við viljum gera allt til að forða því að styggja útlendingana, jafnvel á kostnað þjóðarinnar. Sérstaklega virðist þetta eiga við um Samfylkinguna og eru mörg dæmi sem nefna má því til stuðnings. Nefna má dæmi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem endasentist út um allt til að reyna að bjarga heiminum á meðan allt brann hér heima. Sú ætlaði nú aldeilis koma á friði, ekki bara á milli Ísraelsmanna og Palestínu, heldur í Afganistan líka. Í upphafi kreppunnar var hún að reyna að koma okkur inn í Öryggisráðið sem er hugsanlega toppurinn á sjálfsblekkingu stjórnvalda á „egoflippi". Þegar Ingibjörg var spurð af fréttamanni hvort henni fyndist ekki 300 milljónir króna sem eytt var í þessa kosningu of mikið, þá svaraði hún; „Við eignuðumst allavega fullt af vinum"! Er þetta ábyrgur ráðherra/stjórnmálamaður? Og hvar eru vinirnir núna, spyr ég? Höfundur er sagnfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun