Trúboð Samfylkingarinnar Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir skrifar 2. júlí 2009 03:30 Okkur Íslendinga virðist skorta framsýni, þ.e. að geta séð afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Það eru gerð hver heimskupörin á fætur öðrum á öllum sviðum. Menn virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera, hafa engar lausnir, engin svör - NEMA Samfylkingin. Öll þeirra svör eru eins og forrituð, allt verður betra með inngöngu í ESB. Efnahagsmálin batna, fiskveiðimálin, orkumálin, pólitíkin batnar, spillingin batnar, menn verða gáfaðri, klárari, betri - bara ef við göngum í ESB. Skítt með fórnirnar, auðlindir og fullveldi. Það hlýtur að vera allt til vinnandi að fá að vera hluti af alþjóðasamfélaginu - eins og eitt lítið tannhjól í stóru verki sem við komum aldrei til með að hafa nein áhrif á. Og af hverju ætti ESB að vilja okkur? Er það af því að við erum svo svakalega klár? Eða rosalegir fjármálasnillingar? Af því að svo lítil spilling ríkir hjá okkur? Eða af því að við erum svo rosalega langt á undan öðrum þjóðum á öllum sviðum? Hvað halda menn að það gæti verið? Líklegt þykir mér að ESB sjái sér hag í því að komast yfir auðlindir okkar. Einhvers staðar var ritað að næsta gullið í heiminum yrði vatnið - við eigum t.d. nóg af því. Ýmsir froðusnakkar Samfylkingarinnar, hafa haldið á lofti mikilvægi þess að hefja aðildarumræður við ESB Það byggist á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafa engar lausnir, hvað þá getu til að ráða við hið hrikalega ástand sem við glímum við. Í hvert sinn sem fjölmiðlar hafa spurt Samfylkingarmenn, t.d. félagsmálaráðherra Árna Pál Árnason, hvernig bregðast skuli við ýmsum vandamálum í kjölfar kreppunnar er eins og ýtt sé á takka: „Þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið..."! Sama hvert málefnið er, svörin hefjast og enda alltaf á sömu setningunni. Svo eru sömu menn spurðir að því hvað Samfylkingin ætlar að taka til bragðs ef að þjóðin hafnaði aðild að ESB. Þá verða þeir alltaf jafnhvumsa - hafa engin svör. Í viðtali einu svaraði Árni Páll: „Við tökum bara á því þegar þar að kemur." Því getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvers konar fólk komist í ráðherrastöður? Hvaða hæfileika þurfa menn að hafa til að komast inn á þing eða í ráðherrastöðu? Ekki mjög mikla ef tekið er mið af því fólki sem núna er við völd. Við Íslendingar erum miklir einfeldningar, sér í lagi þegar kemur að samskiptum við erlenda aðila. Þá er eins og einhver undirlægjuháttur taki yfirhöndina og við viljum gera allt til að forða því að styggja útlendingana, jafnvel á kostnað þjóðarinnar. Sérstaklega virðist þetta eiga við um Samfylkinguna og eru mörg dæmi sem nefna má því til stuðnings. Nefna má dæmi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem endasentist út um allt til að reyna að bjarga heiminum á meðan allt brann hér heima. Sú ætlaði nú aldeilis koma á friði, ekki bara á milli Ísraelsmanna og Palestínu, heldur í Afganistan líka. Í upphafi kreppunnar var hún að reyna að koma okkur inn í Öryggisráðið sem er hugsanlega toppurinn á sjálfsblekkingu stjórnvalda á „egoflippi". Þegar Ingibjörg var spurð af fréttamanni hvort henni fyndist ekki 300 milljónir króna sem eytt var í þessa kosningu of mikið, þá svaraði hún; „Við eignuðumst allavega fullt af vinum"! Er þetta ábyrgur ráðherra/stjórnmálamaður? Og hvar eru vinirnir núna, spyr ég? Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Okkur Íslendinga virðist skorta framsýni, þ.e. að geta séð afleiðingar ákvarðana sem teknar eru. Það eru gerð hver heimskupörin á fætur öðrum á öllum sviðum. Menn virðast ekkert vita hvað þeir eru að gera, hafa engar lausnir, engin svör - NEMA Samfylkingin. Öll þeirra svör eru eins og forrituð, allt verður betra með inngöngu í ESB. Efnahagsmálin batna, fiskveiðimálin, orkumálin, pólitíkin batnar, spillingin batnar, menn verða gáfaðri, klárari, betri - bara ef við göngum í ESB. Skítt með fórnirnar, auðlindir og fullveldi. Það hlýtur að vera allt til vinnandi að fá að vera hluti af alþjóðasamfélaginu - eins og eitt lítið tannhjól í stóru verki sem við komum aldrei til með að hafa nein áhrif á. Og af hverju ætti ESB að vilja okkur? Er það af því að við erum svo svakalega klár? Eða rosalegir fjármálasnillingar? Af því að svo lítil spilling ríkir hjá okkur? Eða af því að við erum svo rosalega langt á undan öðrum þjóðum á öllum sviðum? Hvað halda menn að það gæti verið? Líklegt þykir mér að ESB sjái sér hag í því að komast yfir auðlindir okkar. Einhvers staðar var ritað að næsta gullið í heiminum yrði vatnið - við eigum t.d. nóg af því. Ýmsir froðusnakkar Samfylkingarinnar, hafa haldið á lofti mikilvægi þess að hefja aðildarumræður við ESB Það byggist á því að ríkisstjórnarflokkarnir hafa engar lausnir, hvað þá getu til að ráða við hið hrikalega ástand sem við glímum við. Í hvert sinn sem fjölmiðlar hafa spurt Samfylkingarmenn, t.d. félagsmálaráðherra Árna Pál Árnason, hvernig bregðast skuli við ýmsum vandamálum í kjölfar kreppunnar er eins og ýtt sé á takka: „Þegar við hefjum aðildarviðræður við Evrópusambandið..."! Sama hvert málefnið er, svörin hefjast og enda alltaf á sömu setningunni. Svo eru sömu menn spurðir að því hvað Samfylkingin ætlar að taka til bragðs ef að þjóðin hafnaði aðild að ESB. Þá verða þeir alltaf jafnhvumsa - hafa engin svör. Í viðtali einu svaraði Árni Páll: „Við tökum bara á því þegar þar að kemur." Því getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvers konar fólk komist í ráðherrastöður? Hvaða hæfileika þurfa menn að hafa til að komast inn á þing eða í ráðherrastöðu? Ekki mjög mikla ef tekið er mið af því fólki sem núna er við völd. Við Íslendingar erum miklir einfeldningar, sér í lagi þegar kemur að samskiptum við erlenda aðila. Þá er eins og einhver undirlægjuháttur taki yfirhöndina og við viljum gera allt til að forða því að styggja útlendingana, jafnvel á kostnað þjóðarinnar. Sérstaklega virðist þetta eiga við um Samfylkinguna og eru mörg dæmi sem nefna má því til stuðnings. Nefna má dæmi um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir sem endasentist út um allt til að reyna að bjarga heiminum á meðan allt brann hér heima. Sú ætlaði nú aldeilis koma á friði, ekki bara á milli Ísraelsmanna og Palestínu, heldur í Afganistan líka. Í upphafi kreppunnar var hún að reyna að koma okkur inn í Öryggisráðið sem er hugsanlega toppurinn á sjálfsblekkingu stjórnvalda á „egoflippi". Þegar Ingibjörg var spurð af fréttamanni hvort henni fyndist ekki 300 milljónir króna sem eytt var í þessa kosningu of mikið, þá svaraði hún; „Við eignuðumst allavega fullt af vinum"! Er þetta ábyrgur ráðherra/stjórnmálamaður? Og hvar eru vinirnir núna, spyr ég? Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar