Viðskipti innlent

Finnur Sveinbjörnsson: Ekkert hugsað um afsökunarbeiðni

Valur Grettisson skrifar
Finnur Sveinbjörnsson hefur ekki hugsað um afsökunarbeiðni.
Finnur Sveinbjörnsson hefur ekki hugsað um afsökunarbeiðni.

Bankastjóri Nýja Kaupþings, Finnur Sveinbjörnsson, hefur ekki velt því fyrir sér hvort hann ætli að biðja þjóðina afsökunar á gjörðum bankans fyrir bankahrun.

Nú í hádeginu sagði fréttastofa RÚV frá því að Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans, hefði beðið þjóðina afsökunar á gjörðum bankans fyrir bankahrun.

„Ég hef ekkert velt því fyrir mér," svarar Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, spurður hvort hann sjái ástæðu til, eða hyggi á að fylgja fordæmi Ásmundar.

Spurður málið hafi verið rætt segir hann svo ekki vera.

Spurður hvort það sé endilega Ásmunds, eða þá hans, að biðjast afsökunar á gjörðum forvera þeirra, segist hann ekkert hafa um það að segja.

Aðspurður hvort það komi til greina, eftir orð Ásmunds, að biðja þjóðina afsökunar, svarar Finnur: „Það er mál sem þarf að ræða innan stjórnar og er ekki hægt að ákveða í samtali við blaðamann."


Tengdar fréttir

Bankastjóri biður þjóðina afsökunar

Bankastjóri Nýja Landsbankans, Ásmundur Stefánasson, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun. Þetta kom fram á fréttavef RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×