Viðskipti innlent

Dögg Pálsdóttir: Virðingaverð afsökunarbeiðni, hvað svo?

Dögg Pálsdóttir veltir fyrir sér hvað Ásmundur hyggist gera nú.
Dögg Pálsdóttir veltir fyrir sér hvað Ásmundur hyggist gera nú.

Varaþingmaðurinn og hæstaréttalögmaðurinnm, Dögg Pálsdóttir, segir það virðingavert af nýjum bankastjóra Nýja Landsbankans, Ásmundi Stefánssyni, að hafa beðið þjóðina afsökunar á starfsháttum bankans fyrir hrun.

„Það er út af fyrir sig virðingarvert að nýr bankastjóri Nýja Landsbankans biði afsökunar á mistökum bankans fyrir hrunið," skrifar Dögg á heimasíðu sína en bætir um betur og spyr:

„Hvernig ætlar Nýi Landsbankinn að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar? Hvernig ætlar bankinn að ná sáttum við umhverfið á ný? Það vantar svar við þeim áleitnu spurningum."

Hún lýkur svo færlsunni á þeim orðum að eftir þeim svörum þurfi að kalla.

Þess má geta að ekki hefur náðst í Ásmund vegna málsins. Þá hefur ekki helduir náðst í Birnu Einarsdóttur, bankastýru Íslandsbanka til þess að spyrja hana hvort hún hyggist feta í fótspor Ásmunds.

Þegar hefur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings svarað því að hann hafi ekki velt því fyrir sér hvort hann ætti að biðjast afsökunar á framferði bankans fyrir hrun.


Tengdar fréttir

Bankastjóri biður þjóðina afsökunar

Bankastjóri Nýja Landsbankans, Ásmundur Stefánasson, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun. Þetta kom fram á fréttavef RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×