Viðskipti innlent

Vogunarsjóðir ræða sameiningu Arion og Íslandsbanka

Vogunarsjóðir sem verða á meðal stærstu eigenda Arion banka og Íslandsbanka hafa rætt óformlega um það sín á milli að sameina bankana tvo, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Fjallað er um málið á vefsíðu Viðskiptablaðsins. Þar segir að sjóðirnir hafi verið duglegir við að kaupa skuldabréf á bankana með töluverðum afföllum allt frá hruni. Þeir hafa einbeitt sér sérstaklega að kröfum á hendur Kaupþingi og Glitni, forverum Arion banka og Íslandsbanka.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að þeir séu nú byrjaðir að kaupa lánshluta í stórum sambankalánum til íslensku bankanna. Tilgangurinn sé að auka eignarhlut sinn í þeim og hafa þar með meira um það að segja hvernig framtíð þeirra verður.

Á meðal vogunarsjóða sem hafa verið hvað duglegastir við þessa iðju eru York Partners, Eton Park og Baupost Group.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×