Atvinnuleysi fer vaxandi á Bretlandi. Á undanförnum þremur mánuðum hafa 281 þúsund manns orðið atvinnulausir sem er mesta aukning atvinnuleysis á einum ársfjórðungi í sögu Bretlands. Atvinnuleysi mælist nú 7,6% sem er meira en spár höfðu gert ráð fyrir og það versta síðan í janúar 1997, síðan Verkamannaflokkurinn tók við völdum. Sky fréttaveitan greinir frá þessu í dag.
Heildarfjöldi atvinnulaustra mælist nú rétt tæplega 2,4 milljónir og hefur atvinnulausum á Bretlandi fjölgað samfleytt í sextán mánuði.
Framleiðslustörfum heldur áfram að fækka í landinu en 201 þúsund starfsmenn hafa misst atvinnu sína í framleiðslugeiranum undanfarna tólf mánuði. Starfsmenn í þessum geira eru nú í sögulegu lágmarki eða 2,6 milljónir.
Bretland er mikilvægt framleiðsluríki en þar hófst iðnbyltingin á síðari hluta 18. aldar.
