Erlent

Lítið þokast í póstverkfallinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Enn er allt í járnum milli yfirmanna konunglegu póstþjónunnar og verkalýðsfélaga starfsmannanna og stendur verkfall þeirra enn þá. Engin niðurstaða fékkst á sjö klukkustunda löngum samningafundi í gær og var ákveðið að fresta frekari viðræðum þangað til í dag. Þá vildi enginn samningsaðila tjá sig um hvað rætt var um á fundinum í gær en ljóst var að hljóðið var þungt í mönnum. Óánægja póststarfsmannanna tengist að miklu leyti reglum um eftirlaunasjóð þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×