Viðskipti innlent

Starfsemi dótturfélaga Straums með eðlilegum hætti

Starfsemi dótturfélaga Straums í Evrópu er með eðlilegum hætti þrátt fyrir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum s.l. mánudag. Hinsvegar liggur starfsemi útibús bankans í London, verðbréfamiðlunarinnar Teathers enn niðri að stórum hluta.

Georg Andersen yfirmaður samskiptasviðs Straums segir að dótturfélög Straums séu EQ bankinn í Finnlandi, Stamford Partners í London og fjárfestingarbankinn Woods sem Straumur á helming í. Sá banki er síðan með starfsemi í nær öllum löndum mið- og austurhluta Evrópu.

Hvað Teathers varðar lokaði kauphöllin í London fyrir verðbréfamiðlun félagsins á mánudagsmorguninn og hefur ekki opnað fyrir hana aftur en málið er til skoðunar hjá kauphöllinni.

Georg segir að önnur starfsemi Teathers haldi áfram svo sem ráðgjöf og greiningar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×