Handbolti

Enginn Íslendingur í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson var hvíldur í kvöld.
Róbert Gunnarsson var hvíldur í kvöld. Mynd/GettyImages

Róbert Gunnarsson og Einar Hólmgeirsson gátu ekki spilað með sínum liðum þegar þau mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. VfL Gummersbach vann 33-32 sigur á TV Grosswallstadt í æsispennandi leik.

Róbert Gunnarsson er meiddur á kálfa og gat ekki tekið þátt í leiknum. Þjálfarinn Sead Hasanefendic tók enga áhættu enda er framundan hjá Gummersbach úrslitaleikir í EHF-bikarnum á móti RK Gorenje frá Slóveníu.

Einar Hólmgeirsson gat heldur ekki spilað með TV Grosswallstadt vegna meiðsla en hann hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu misserin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×