Viðskipti innlent

Jákvæð vöruskipti

Vöruskipti voru jákvæð um 8,3 milljarða króna í mars, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Verðmæti vöruútflutnings nam 34,9 milljörðum króna á óbreyttu gengi í mánuðinum en verðmæti innflutnings 26,6 milljörðum króna á sama tíma.

Þetta er svipuð útkoma og í mánuðinum á undan og hefur ekki verið lægra í einum mánuði í þrjú ár, að sögn Hagstofunnar. Afgangur af vöruskiptum í febrúar nam 5,9 milljörðum króna.

Hagstofan bendir á að innflutningur á hrá- og rekstrarvörum hafi verið með minnsta móti í mánuðinum en það bendi til að heimsmarkaðsverð á áloxíði sé mjög lágt um þessar mundir. Nokkur aukning er aftur á móti í innflutningi á hálf-varanlegri neysluvöru, svo sem fatnaði.

Á móti hafi verðmæti sjávarafurða aukist lítillega. Það sé þó lágt miðað við lok síðasta árs, að sögn Hagstofunnar.

- jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×