Vegna tilboðs til hluthafa Exista 29. apríl 2009 04:30 Nýlega sendum við bræður þúsundum hluthafa í Exista gögn vegna yfirtökutilboðs. Í ljósi skrifa og ummæla, sem fallið hafa í kjölfarið, viljum við að skýrt komi fram að það er ekki markmið okkar að komast yfir hluti annarra hluthafa í Exista. Yfirtökutilboð eignarhaldsfélags okkar, BBR ehf., er til komið vegna lagalegra kvaða um að bjóða öðrum hluthöfum að velja hvort þeir selji hlutabréf sín eða kjósi að vera áfram hluthafar í Exista. Hér er ekki um innlausn að ræða og við munum hvorki hvetja né letja aðra hluthafa til þess að taka tilboðinu. Í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um að hluthafi, sem eignast a.m.k. 40% atkvæða í félagi, beri að „gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð, þ.e. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu". Í kjölfar þess að BBR fór yfir þessi mörk uppfylltum við þessa lagaskyldu með því að senda tugþúsundum hluthafa Exista tilboðsgögn, enda kveða lögin á um að öllum hluthöfum, stórum sem smáum, skuli gert slíkt tilboð. Það skal tekið skýrt fram að bæði yfirtökutilboðið sjálft og allur kostnaður sem því tengist er greiddur af okkur með eigin fé BBR. Verðið í yfirtökutilboðinu samsvarar því verði sem BBR greiddi fyrir hlutabréfin í Exista í desember síðastliðnum. Tilboðsverðið var samþykkt af Fjármálaeftirlitinu eftir að óháðir sérfræðingar á þess vegum höfðu verðmetið félagið. Að sjálfsögðu endurspeglast í verði hlutabréfanna sú staðreynd að fall Kaupþings var Exista þungbært og að við efnahagslegt áfall eru það lánveitendur sem njóta forgangs fram yfir hluthafa. Við viljum leggja áherslu á að okkur þykir miður að eignir hluthafa Exista hafi rýrnað og okkur er síður en svo léttbært að leggja þetta tilboð nú fyrir hluthafa eins og okkur ber skylda til. Exista varð fyrir meira fjárhagslegu tjóni en nokkurt annað íslenskt fyrirtæki í bankahruninu í október þegar eign félagsins í Kaupþingi þurrkaðist út. Þrátt fyrir það hefur Exista tekist að halda sjó, sem er síður en svo sjálfgefið við slíkar aðstæður. Fyrir því liggja ákveðnar ástæður og viljum við benda á þrjár þeirra: - Í fyrsta lagi hefði ekkert fyrirtæki getað staðist áföll af þessu tagi án sterkrar fjárhagslegrar undirstöðu og ábyrgrar fjármálastjórnunar. Exista hefur staðið vörð um rekstur dótturfélaga sinna, m.a. VÍS, Lýsingar og Símans, enda er staða þessara fyrirtækja traust þrátt fyrir efnahagshrunið. - Í öðru lagi sýndu stjórnendur Exista snör og öguð vinnubrögð við afar erfiðar aðstæður þegar áföllin riðu yfir. Erlendar eignir félagsins voru seldar samstundis og hafa starfsmenn Exista unnið sleitulaust að framtíðarlausnum fyrir félagið til að standa við skuldbindingar þess. - Í þriðja lagi skipti það sköpum að Exista fékk aukið reiðufé frá okkur bræðrum í gegnum BBR eftir bankahrunið, nánar tiltekið við hlutafjáraukningu í desember. Laust fé hefur gefið félaginu svigrúm til þess að vinna að endurskipulagningu í kjölfar áfallsins. Við hlutafjáraukninguna fór hlutur BBR yfir fyrrgreind 40% mörk sem er ástæða þess að okkur er skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Strax eftir bankahrunið í október boðuðum við til hluthafafundar í Exista til að fara yfir stöðu mála með hluthöfum félagsins. Þar lýstum við bræður því yfir að við myndum gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að bjarga félaginu. Því höfum við fylgt eftir með fjármunum og vinnu. Það er svo ákvörðun hvers og eins hluthafa í Exista hvort hann vilji vera áfram í hluthafahópnum í von um að verðmæti eignar hans muni aukast í framtíðinni. Höfundar eru Bakkavararbræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sendum við bræður þúsundum hluthafa í Exista gögn vegna yfirtökutilboðs. Í ljósi skrifa og ummæla, sem fallið hafa í kjölfarið, viljum við að skýrt komi fram að það er ekki markmið okkar að komast yfir hluti annarra hluthafa í Exista. Yfirtökutilboð eignarhaldsfélags okkar, BBR ehf., er til komið vegna lagalegra kvaða um að bjóða öðrum hluthöfum að velja hvort þeir selji hlutabréf sín eða kjósi að vera áfram hluthafar í Exista. Hér er ekki um innlausn að ræða og við munum hvorki hvetja né letja aðra hluthafa til þess að taka tilboðinu. Í lögum um verðbréfaviðskipti er kveðið á um að hluthafi, sem eignast a.m.k. 40% atkvæða í félagi, beri að „gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð, þ.e. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu". Í kjölfar þess að BBR fór yfir þessi mörk uppfylltum við þessa lagaskyldu með því að senda tugþúsundum hluthafa Exista tilboðsgögn, enda kveða lögin á um að öllum hluthöfum, stórum sem smáum, skuli gert slíkt tilboð. Það skal tekið skýrt fram að bæði yfirtökutilboðið sjálft og allur kostnaður sem því tengist er greiddur af okkur með eigin fé BBR. Verðið í yfirtökutilboðinu samsvarar því verði sem BBR greiddi fyrir hlutabréfin í Exista í desember síðastliðnum. Tilboðsverðið var samþykkt af Fjármálaeftirlitinu eftir að óháðir sérfræðingar á þess vegum höfðu verðmetið félagið. Að sjálfsögðu endurspeglast í verði hlutabréfanna sú staðreynd að fall Kaupþings var Exista þungbært og að við efnahagslegt áfall eru það lánveitendur sem njóta forgangs fram yfir hluthafa. Við viljum leggja áherslu á að okkur þykir miður að eignir hluthafa Exista hafi rýrnað og okkur er síður en svo léttbært að leggja þetta tilboð nú fyrir hluthafa eins og okkur ber skylda til. Exista varð fyrir meira fjárhagslegu tjóni en nokkurt annað íslenskt fyrirtæki í bankahruninu í október þegar eign félagsins í Kaupþingi þurrkaðist út. Þrátt fyrir það hefur Exista tekist að halda sjó, sem er síður en svo sjálfgefið við slíkar aðstæður. Fyrir því liggja ákveðnar ástæður og viljum við benda á þrjár þeirra: - Í fyrsta lagi hefði ekkert fyrirtæki getað staðist áföll af þessu tagi án sterkrar fjárhagslegrar undirstöðu og ábyrgrar fjármálastjórnunar. Exista hefur staðið vörð um rekstur dótturfélaga sinna, m.a. VÍS, Lýsingar og Símans, enda er staða þessara fyrirtækja traust þrátt fyrir efnahagshrunið. - Í öðru lagi sýndu stjórnendur Exista snör og öguð vinnubrögð við afar erfiðar aðstæður þegar áföllin riðu yfir. Erlendar eignir félagsins voru seldar samstundis og hafa starfsmenn Exista unnið sleitulaust að framtíðarlausnum fyrir félagið til að standa við skuldbindingar þess. - Í þriðja lagi skipti það sköpum að Exista fékk aukið reiðufé frá okkur bræðrum í gegnum BBR eftir bankahrunið, nánar tiltekið við hlutafjáraukningu í desember. Laust fé hefur gefið félaginu svigrúm til þess að vinna að endurskipulagningu í kjölfar áfallsins. Við hlutafjáraukninguna fór hlutur BBR yfir fyrrgreind 40% mörk sem er ástæða þess að okkur er skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Strax eftir bankahrunið í október boðuðum við til hluthafafundar í Exista til að fara yfir stöðu mála með hluthöfum félagsins. Þar lýstum við bræður því yfir að við myndum gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að bjarga félaginu. Því höfum við fylgt eftir með fjármunum og vinnu. Það er svo ákvörðun hvers og eins hluthafa í Exista hvort hann vilji vera áfram í hluthafahópnum í von um að verðmæti eignar hans muni aukast í framtíðinni. Höfundar eru Bakkavararbræður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun