Niðurskurðarkrafan hreint ótrúlega há 24. desember 2009 06:00 Bráðamóttaka verður sameinuð og mun sú aðgerð skila minnst 60 milljónum. fréttablaðið/stefán „Sparnaðarkrafan á spítalann er ótrúlega há. Við höfum ekkert val, við verðum að ná okkar markmiðum, ná að fylgja fjárlögum og einbeita okkur að öryggi sjúklinga,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Forsvarsmenn spítalans hafa dregið upp hagræðingaráætlun í sextíu liðum fyrir árið 2010. Þær aðgerðir sem ákveðnar hafa verið spara spítalanum 3,3 milljarða tæpa sem er sú krafa sem gerð er til spítalans. Tveir milljarðar eru hagræðingarkrafa fjárlaga eða sex prósent miðað við rekstur spítalans árið 2009 auk 1,2 milljarða uppsafnaðs halla á rekstri sama árs. Aðgerðirnar eru bæði almennar fyrir LSH í heild og sértækar fyrir einstök svið eða starfsemi. Hvað almennu aðgerðirnar varðar á að ná mestum sparnaði með því að draga úr vakt- og launakostnaði lækna og yfirvinnu starfsfólks, auk þess sem sumarafleysingar verða með öðru sniði. Þessir liðir spara tæplega milljarð. „Ég met það svo að helmingur þessarar 3,3 milljarða hagræðingar liggi í launum þegar allt er talið,“ segir Björn. Hann segir það hafa legið fyrir um tíma að fækka verði starfsfólki. Hins vegar er hann bjartsýnn á að ekki komi til beinna uppsagna nema að litlu leyti. „Ég tel að þessar breytingar náist meira og minna með starfsmannaveltu, sem er alltaf töluverð á svo stórum vinnustað.“ Fjölmargir starfsmenn LSH hafa komið að því að finna leiðir til sparnaðar, eða 33 faghópar þegar allt er talið. Spurður hvernig þessi vinna hafi gengið segir hann þetta „líkt því að reyna að kreista blóð úr steini“. Hann gagnrýnir niðurskurð innan heilbrigðiskerfisins afar hart og segir það með ólíkindum að ekki sé tekið tillit til þess að gengistap í rekstri spítalans nemi þremur milljörðum frá hruni. „Ég verð að segja að það er einfaldlega ósanngjarnt að ekki sé tekið tillit til þessarar staðreyndar, eins og hefur verið gert hjá öðrum heilbrigðisstofnunum að nokkru leyti.“ Þegar Björn er spurður hvort ekki sé ljós í myrkrinu þá vísar hann í auglýsingu sem birtist í gær um forval fyrir hönnun á nýjum Landspítala. „Nú verður ekki aftur snúið. Ef allt gengur upp verður farið í jarðvegsvinnu vorið 2011. Þetta eru stórkostlegar fréttir.“svavar@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
„Sparnaðarkrafan á spítalann er ótrúlega há. Við höfum ekkert val, við verðum að ná okkar markmiðum, ná að fylgja fjárlögum og einbeita okkur að öryggi sjúklinga,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Forsvarsmenn spítalans hafa dregið upp hagræðingaráætlun í sextíu liðum fyrir árið 2010. Þær aðgerðir sem ákveðnar hafa verið spara spítalanum 3,3 milljarða tæpa sem er sú krafa sem gerð er til spítalans. Tveir milljarðar eru hagræðingarkrafa fjárlaga eða sex prósent miðað við rekstur spítalans árið 2009 auk 1,2 milljarða uppsafnaðs halla á rekstri sama árs. Aðgerðirnar eru bæði almennar fyrir LSH í heild og sértækar fyrir einstök svið eða starfsemi. Hvað almennu aðgerðirnar varðar á að ná mestum sparnaði með því að draga úr vakt- og launakostnaði lækna og yfirvinnu starfsfólks, auk þess sem sumarafleysingar verða með öðru sniði. Þessir liðir spara tæplega milljarð. „Ég met það svo að helmingur þessarar 3,3 milljarða hagræðingar liggi í launum þegar allt er talið,“ segir Björn. Hann segir það hafa legið fyrir um tíma að fækka verði starfsfólki. Hins vegar er hann bjartsýnn á að ekki komi til beinna uppsagna nema að litlu leyti. „Ég tel að þessar breytingar náist meira og minna með starfsmannaveltu, sem er alltaf töluverð á svo stórum vinnustað.“ Fjölmargir starfsmenn LSH hafa komið að því að finna leiðir til sparnaðar, eða 33 faghópar þegar allt er talið. Spurður hvernig þessi vinna hafi gengið segir hann þetta „líkt því að reyna að kreista blóð úr steini“. Hann gagnrýnir niðurskurð innan heilbrigðiskerfisins afar hart og segir það með ólíkindum að ekki sé tekið tillit til þess að gengistap í rekstri spítalans nemi þremur milljörðum frá hruni. „Ég verð að segja að það er einfaldlega ósanngjarnt að ekki sé tekið tillit til þessarar staðreyndar, eins og hefur verið gert hjá öðrum heilbrigðisstofnunum að nokkru leyti.“ Þegar Björn er spurður hvort ekki sé ljós í myrkrinu þá vísar hann í auglýsingu sem birtist í gær um forval fyrir hönnun á nýjum Landspítala. „Nú verður ekki aftur snúið. Ef allt gengur upp verður farið í jarðvegsvinnu vorið 2011. Þetta eru stórkostlegar fréttir.“svavar@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira