Friðrik: Ég var mjög smeykur 19. mars 2009 17:35 Nick Bradford er á batavegi eftir slæma byltu Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni. Bradford var hjá lækni þar sem hann fékk sprautu í hnéð en þegar hann var á leið út frá lækninum, er talið að blóðþrýstingur hans hafi hríðfallið með þeim afleiðingum að hann féll í yfirlið og skall í gólfið. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur var með Bradford þegar atvikið átti sér stað og segir að sér hafi brugðið mikið. "Hann bara small á andlitinu steinrotaður. Það virðist hafa snarliðið yfir hann og hann skall bara með andlitið á undan sér á flísarnar. Ég var með hann í fanginu með opin augun og hann fékk krampakast í kjölfarið. Ég vissi ekki hvort maðurinn væri að fá hjartaáfall eða hvað. Hann fékk stóran skurð á hökuna og það blæddi úr eyrunum á honum, svo ég var mjög smeykur," sagði Friðrik. Hann segir að líðan Bradford sé góð eftir atvikum, en hann fór í sneiðmyndatöku eftir fallið. "Hann var á spítalanum yfir nótt en hann er merkilega brattur þrátt fyrir þetta. Við vitum ekki meira fyrrr en á morgun en ég er að gera mér vonir um að hann spili með okkur á mánudaginn," sagði Friðrik. Ekki er komið í ljós hvort Bradford er kjálkabrotinn, en hann braut nokkrar tennur í fallinu. "Maður þakkar bara fyrir að þetta gerðist inni en ekki úti á gangstétt eða eitthvað þannig. Það má eiginlega segja að þetta hafi farið betur en á horfðist," sagði Friðrik. Bradford er algjör lykilmaður í liði Grindavíkur og það yrði því væntanlega mikil blóðtaka fyrir liðið ef hann myndi missa af undanúrslitaeinvíginu, þar sem Grindavík mætir annað hvort Keflavík eða Snæfelli. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni. Bradford var hjá lækni þar sem hann fékk sprautu í hnéð en þegar hann var á leið út frá lækninum, er talið að blóðþrýstingur hans hafi hríðfallið með þeim afleiðingum að hann féll í yfirlið og skall í gólfið. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur var með Bradford þegar atvikið átti sér stað og segir að sér hafi brugðið mikið. "Hann bara small á andlitinu steinrotaður. Það virðist hafa snarliðið yfir hann og hann skall bara með andlitið á undan sér á flísarnar. Ég var með hann í fanginu með opin augun og hann fékk krampakast í kjölfarið. Ég vissi ekki hvort maðurinn væri að fá hjartaáfall eða hvað. Hann fékk stóran skurð á hökuna og það blæddi úr eyrunum á honum, svo ég var mjög smeykur," sagði Friðrik. Hann segir að líðan Bradford sé góð eftir atvikum, en hann fór í sneiðmyndatöku eftir fallið. "Hann var á spítalanum yfir nótt en hann er merkilega brattur þrátt fyrir þetta. Við vitum ekki meira fyrrr en á morgun en ég er að gera mér vonir um að hann spili með okkur á mánudaginn," sagði Friðrik. Ekki er komið í ljós hvort Bradford er kjálkabrotinn, en hann braut nokkrar tennur í fallinu. "Maður þakkar bara fyrir að þetta gerðist inni en ekki úti á gangstétt eða eitthvað þannig. Það má eiginlega segja að þetta hafi farið betur en á horfðist," sagði Friðrik. Bradford er algjör lykilmaður í liði Grindavíkur og það yrði því væntanlega mikil blóðtaka fyrir liðið ef hann myndi missa af undanúrslitaeinvíginu, þar sem Grindavík mætir annað hvort Keflavík eða Snæfelli.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira