Prump er ekki list Þórður Grímsson skrifar 20. júní 2009 06:00 Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End" sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því. Undirritaður las fréttatilkynningu um verkið The End, horfði á sjónvarpsviðtöl við listamanninn og fylgist með allri umræðu og umfjöllun um Feneyjatvíæringinn. Fréttatilkynningin er stútfull af lofyrðum og háfleygum setningum um sannindi og mikilvægi verksins og listamannsins, til dæmis í þá veru að hann „vegi salt á milli hins háfleyga málara Caspar David Friedrichs og tvíeykisins Gilberts og George sem sækja öllum stundum í hversdagsleikann"; að verkið spanni „epískar víddir í tíma og rúmi". Andreas Eriksson kemst svo að orði: „Ég sé skálann í Feneyjum fyrir mér eins og vita á heimsenda sem gín yfir tóminu. Öldur á höttunum á eftir týndum sálum og mistur við sjóndeildarhringinn varna því að þig sundli á barmi hyldýpisins. Hafið ber ekkert nafn og á bryggjunni situr maður án örlaga." Í sjónvarpsviðtali við Einar Fal Ingólfsson á mbl.is, einhvers konar kynningu/umfjöllun um listaverkið og Ragnar sjálfan, eyddi Ragnar mestum tíma í að útskýra litinn á sundskýlunni sem fyrirsætan, Páll Haukur Björnsson, átti að klæðast og hvers vegna. „Ég er búinn að vera sko að stúdera hvernig skýlu Palli eigi að vera í sko," sagði Ragnar og bætti við: „Þetta verður svona svört Speedo-skýla, verst ég er ekki með hana, hún er núna inni í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, hann hérna hann Guðmundur þar er að sauma sko gula rönd á svörtu skýlurnar." „Af hverju gula rönd?" spyr fréttamaðurinn og Ragnar útskýrir: „Það er eitthvað sem ég var alveg „obsessed" af sko, fannst það rosa mikilvægt að það væri svona gul rönd hérna" og bendir á hlið skýlunnar. „Er það eitthvað ákveðið tísku-steitment?" spyr fréttamaður. „Je, það bara tjsu gasalega smart (mikill hlátur)." Á engum tímapunkti í allri þessari þvælu gat undirritaður fundið útskýringu á neinu sem listamaðurinn ætlaði sér með verkinu, einungis samhengisleysu. Undirritaður hugsar til verks sem hann sá sýnt í Hafnarhúsinu 18. september 2006 sem hafði yfirskriftina „Stúka Hitlers". Ragnar Kjartansson sýndi þetta verk í sýningunni Pakkhús Postulanna og var búinn að skipuleggja gjörning sem hann svo aflýsti sökum „uppgjafar við verkið sjálft". Að panta stúku Hitlers af Helga Björnssyni, fá hana senda til Íslands, fá neikvæða umfjöllun og gefast að lokum upp fyrir verkinu. Í hverju er listin fólgin? Hver var meiningin, var tilgangur með verkinu og hver er yfirlýsingin? Er hugsanlegt að meistarinn gefist upp fyrir málverkinu margfaldaða í Feneyjum, slökkvi á Klettafjallamyndböndunum og komi heim því tóbaks- og áfengisneyslan reynist honum um of? Undirritaður veltir því fyrir sér, hvort það sé óeðlilegt að listamenn sem sýna fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum skýri list sína. Auðvitað væri það óeðlilegt ef allir listamenn væru með svör á reiðum höndum um allar hliðar verka sinna og hugleiðingar, en á ekki listamaður að geta gert grein fyrir því hvað hann er að gera, hvaðan hann kemur í sambandi við áhrifavalda, hafa einhvers konar rökstuddar hugmyndir um eigin listsköpun og komast betur að orði en sex ára barn, í stað þess að nota hikorð inn á milli annars hvers orðs, vera ýkt krúttaður og sætur, og koma sér á Feneyjatvíæringinn með því að vera ógó næs? Að mati undirritaðs er vandamálið það að hér á landi taka mjög fáir mark á myndlist og finnst eiginlega bara rosalega flott hjá „litlustu" þjóðinni og „litlasta" landinu að taka þátt í sýningu á borð við Feneyjatvíæringinn, og að það sé bara besta hugmyndin að senda mesta krúttið út hlæjandi með gítar, bjór og mann í Speedo-sundskýlu. Guð forði okkur frá því að taka okkur sjálf alvarlega. Undirrituðum finnst að Christian Schoen, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og menntamálaráðuneytið megi og eigi að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Það er líka undarlegt að í allri umræðunni í þjóðfélaginu í dag um ríkisútgjöld komi það hvergi fram að Ragnar Kjartansson og allt hans fylgdarlið sé styrkt bak og fyrir í sex mánuði í Feneyjum til að drekka bjór og reykja sígó. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undirritaður gerir sér grein fyrir því að gagnrýni á ákvörðun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, undir stjórn Christians Schoen framkvæmdastjóra, um að velja Ragnar Kjartansson og verk hans „The End" sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum, kann að hljóma eins og biturt, öfundsjúkt og innantómt þvaður fyrir hinni íslensku listaelítu og fleirum. Undirritaður biður þó lesanda að skoða nokkur atriði áður en hann lofar þetta merkilega verk og listamanninn að baki því. Undirritaður las fréttatilkynningu um verkið The End, horfði á sjónvarpsviðtöl við listamanninn og fylgist með allri umræðu og umfjöllun um Feneyjatvíæringinn. Fréttatilkynningin er stútfull af lofyrðum og háfleygum setningum um sannindi og mikilvægi verksins og listamannsins, til dæmis í þá veru að hann „vegi salt á milli hins háfleyga málara Caspar David Friedrichs og tvíeykisins Gilberts og George sem sækja öllum stundum í hversdagsleikann"; að verkið spanni „epískar víddir í tíma og rúmi". Andreas Eriksson kemst svo að orði: „Ég sé skálann í Feneyjum fyrir mér eins og vita á heimsenda sem gín yfir tóminu. Öldur á höttunum á eftir týndum sálum og mistur við sjóndeildarhringinn varna því að þig sundli á barmi hyldýpisins. Hafið ber ekkert nafn og á bryggjunni situr maður án örlaga." Í sjónvarpsviðtali við Einar Fal Ingólfsson á mbl.is, einhvers konar kynningu/umfjöllun um listaverkið og Ragnar sjálfan, eyddi Ragnar mestum tíma í að útskýra litinn á sundskýlunni sem fyrirsætan, Páll Haukur Björnsson, átti að klæðast og hvers vegna. „Ég er búinn að vera sko að stúdera hvernig skýlu Palli eigi að vera í sko," sagði Ragnar og bætti við: „Þetta verður svona svört Speedo-skýla, verst ég er ekki með hana, hún er núna inni í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, hann hérna hann Guðmundur þar er að sauma sko gula rönd á svörtu skýlurnar." „Af hverju gula rönd?" spyr fréttamaðurinn og Ragnar útskýrir: „Það er eitthvað sem ég var alveg „obsessed" af sko, fannst það rosa mikilvægt að það væri svona gul rönd hérna" og bendir á hlið skýlunnar. „Er það eitthvað ákveðið tísku-steitment?" spyr fréttamaður. „Je, það bara tjsu gasalega smart (mikill hlátur)." Á engum tímapunkti í allri þessari þvælu gat undirritaður fundið útskýringu á neinu sem listamaðurinn ætlaði sér með verkinu, einungis samhengisleysu. Undirritaður hugsar til verks sem hann sá sýnt í Hafnarhúsinu 18. september 2006 sem hafði yfirskriftina „Stúka Hitlers". Ragnar Kjartansson sýndi þetta verk í sýningunni Pakkhús Postulanna og var búinn að skipuleggja gjörning sem hann svo aflýsti sökum „uppgjafar við verkið sjálft". Að panta stúku Hitlers af Helga Björnssyni, fá hana senda til Íslands, fá neikvæða umfjöllun og gefast að lokum upp fyrir verkinu. Í hverju er listin fólgin? Hver var meiningin, var tilgangur með verkinu og hver er yfirlýsingin? Er hugsanlegt að meistarinn gefist upp fyrir málverkinu margfaldaða í Feneyjum, slökkvi á Klettafjallamyndböndunum og komi heim því tóbaks- og áfengisneyslan reynist honum um of? Undirritaður veltir því fyrir sér, hvort það sé óeðlilegt að listamenn sem sýna fyrir hönd Íslands á Feneyjatvíæringnum skýri list sína. Auðvitað væri það óeðlilegt ef allir listamenn væru með svör á reiðum höndum um allar hliðar verka sinna og hugleiðingar, en á ekki listamaður að geta gert grein fyrir því hvað hann er að gera, hvaðan hann kemur í sambandi við áhrifavalda, hafa einhvers konar rökstuddar hugmyndir um eigin listsköpun og komast betur að orði en sex ára barn, í stað þess að nota hikorð inn á milli annars hvers orðs, vera ýkt krúttaður og sætur, og koma sér á Feneyjatvíæringinn með því að vera ógó næs? Að mati undirritaðs er vandamálið það að hér á landi taka mjög fáir mark á myndlist og finnst eiginlega bara rosalega flott hjá „litlustu" þjóðinni og „litlasta" landinu að taka þátt í sýningu á borð við Feneyjatvíæringinn, og að það sé bara besta hugmyndin að senda mesta krúttið út hlæjandi með gítar, bjór og mann í Speedo-sundskýlu. Guð forði okkur frá því að taka okkur sjálf alvarlega. Undirrituðum finnst að Christian Schoen, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og menntamálaráðuneytið megi og eigi að skammast sín fyrir þessa ákvörðun. Það er líka undarlegt að í allri umræðunni í þjóðfélaginu í dag um ríkisútgjöld komi það hvergi fram að Ragnar Kjartansson og allt hans fylgdarlið sé styrkt bak og fyrir í sex mánuði í Feneyjum til að drekka bjór og reykja sígó. Höfundur er myndlistamaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar