Lífið

Snýr aftur á Bylgjuna: Hemmi - og svaraðu nú.

Hemmi Gunn snýr aftur á Bylgjuna.
Hemmi Gunn snýr aftur á Bylgjuna.
Síðastliðinn vetur var Hermann Gunnarsson með þátt á sunnudagsmorgnum sem náði ágætis vinsældum, í sumar var hann svo á Ferðalagi með Bylgjunni um landið og hélt úti þætti á laugardögum eftir hádegi ásamt Svansí vinkonu sinni. Nú snýr Hemmi aftur á gamla tímann sinn frá í hitteðfyrra.

„Ég ætla að vera með fjölbreyttan þátt þar sem þungamiðja þáttarins verður nýstárlegur og spennandi spurningaleikur sem við nefnum Vogun vinnur-vogun tapar. Aukinheldur verður einn aðalgestur í þættinum og svo fer ég ásamt landsþekktum fréttamanni í hverjum þætti yfir fréttir vikunnar en þá aðeins þær jákvæðu og skemmtilegu," segir Hemmi í tilkynningu frá Bylgjunni.

Að sögn Hemma verður þetta fyrst og fremstur skemmtilegur og fjölbreyttur þáttur með spennandi spurningakeppni. En þetta er nánast þjóðaríþrótt íslendinga að ráða gátur og svara spurningum.

Hemmi Gunn er án efa einn vinsælasti núlifandi íslendingurinn og hefur t.d. fyrir allnokkru þurft að vísa þúsundum vinabeiðna frá Fésbókar síðu sinni, en aðeins er hægt að hafa 5000 vini þar.

Störf Hemma í fjölmiðlum á Íslandi þarf vart að kynna enda hefur hann starfað við fjölmiðla í rúm 40 ár en hann hóf störf fyrir Bylgjuna á upphafsárum hennar á níunda áratug síðustu aldar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.