Innlent

Svartur kafli í sögu þjóðarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Forsætisráðherra segir fyrstu áfangaskýrslu vistheimilisnefndar sýna svartan kafla í sögu þjóðarinnar. Skýrsla starfshóps um heimili í Kumbaravogi, Skólaheimilinu Bjargi og í Heyrnleysingarskólanum var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra ræddi við blaðamenn um skýrsluna eftir fundinn. Skýrslan er meira en 400 blaðsíður að lengd.

Jóhanna sagði ljóst að í mörgum tilfellum hafi börn á þessum heimilum sætt illri meðferð og kynferðislegu ofbeldi. Sér virtist málin ekki eins alvarleg og í tilviki Breiðavikursheimilisins en sýni engu að síður að þetta sé svartur blettur í sögu þjóðarinnar.

Vistheimilanefndin sem gerði skýrsluna undir forystu lagaprófessorsins Róberts Spanós á enn eftir að fjalla um fleiri á heimili á vegum ríkisins, svo sem Unglingaheimili ríkisins og Upptökuheimili ríkisins.

Steingrímur J. Sigfússon, nefndi ennfremur að fleiri svartir blettir væru í okkar sögu eins og í til að mynda hlerunarmálin sem þurfi einnig að leiða til lykta.

Vistheimilanefndin kannaði áður starfsemi Breiðavíkurheimilisins og skilaði svartri skýrslu um vistheimilið í byrjun árs 2008. Þar kom fram að vistmenn máttu þola ofbeldi, einelti og jafnvel kynferðisofbeldi á vistunartímanum. Eftir að skýrslan var lögð fram og rædd á Alþingi vor 2008 fékk nefndin nýtt erindisbréf.

Róbert Spanó sagði í samtali við fréttastofu í lok júní að frá því í apríl á síðasta ári hafi nefndin unnið hörðum höndum og rætt við fjölmarga varðandi könnun á tilteknum heimilum.

Hægt að er að lesa nánar um áfangaskýrsluna á vef forsætisráðuneytisins.






Tengdar fréttir

Stjórnvöld taki afstöðu til bóta fyrir börn á vistheimilum

Nefnd um starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn á vegum ríkisins og sérskóla, sem áður voru starfandi, skilar áfangaskýrslu á næstu vikum. Formaður nefndarinnar segir það verkefni stjórnvalda að taka afstöðu til þess hvort og þá með hvaða hætti skuli koma til móts við vistmenn á heimilunum og nemendur sérskóla með bótum hafi þeir sætt illri meðferð eða ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×