Viðskipti innlent

Meðalkostnaður við grunnskólanema er 1,2 milljónir

Niðurstöður útreikninga Hagstofunnar eru að áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, sé 1.239.096 krónur í september 2009.

 

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2008 reyndist vera 1.148.768 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá árinu 2008 til september 2009 var metin um 7,9%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×