Samruni GGE og HS Orku heimilaður með skilyrðum 9. september 2009 12:04 Samkeppniseftirlitið mun heimilað samruna Geysis Green Energy (GGE) og HS Orku með nokkrum skilyrðum. Meðal þeirra er að GGE tryggi að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður verði milli Jarðborana, dótturfélags GGE og HS Orku. Einng skal tryggt að viðskipti milli þessarar aðila fari fram líkt og um óskylda aðila sé að ræða. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir m.a. að kaup GGE á 34% hlut í HS Orku þannig að heildarhlutur félagsins nemi 66% hlutafjár, feli í sér samruna. Telur stofnunin ekki þörf á að ógilda samrunann að uppfylltum skilyrðunum. Fjallað er um málið á heimasíðu eftilitsins. Í kjölfar athugunar Samkreppniseftirlitsins hafa samrunaaðilar fallist á að binda samrunann tilteknum skilyrðum. Lúta þessi skilyrði að stjórnunarlegum aðskilnaði Jarðboranna og HS orku ásamt áskilið er að viðskipti á milli félaganna skuli fara fram á líkt og ótengda aðila væri að ræða. Þá eru lagðar hömlur við því að upplýsingum sé miðlað á milli félaganna að því marki sem slíkt er ekki nauðsynlegt vegna viðskipta félaganna. Er þessum skilyrðum ætlað að vinna gegn því að HS orka og Jarðboranir hygli hvort öðru með óeðlilegum hætti og skapi þar með samkeppnishömlur á þeim mörkuðum sem þau fyrirtæki starfa. Samkeppniseftirlitið telur að skilyrðin séu nægjanleg til þess að eyða þeim samkeppnislegu vandamálum sem ella hefðu skapast með samruna þessum, að því er segir í niðurstöðum eftirlitsins. Skilyrðin eru m.a. eftirfarandi: Geysir Green Energy skal tryggja að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður sé milli Jarðborana hf. annars vegar og HS orku hins vegar. Skulu bæði félögin rekin sem sjálfstæðir lögaðilar. Skulu sömu aðilar ekki sitja í stjórn Jarðborana og HS orku. Hið sama gildir um þá sem eru makar umræddra aðila, skyldir þeim eða mægðir í beinan legg eða systkini þeirra. Geysir Green Energy skal tryggja að HS orka, dótturfélög og önnur tengd félög njóti ekki betri viðskiptakjara hjá Jarðborunum en keppinautar félaganna gera og að viðskiptavinum Jarðborana sé ekki mismunað á annan hátt, t.d. með ólíkri upplýsingamiðlun og ómálefnalegum samningsákvæðum og -kjörum. Skal farið með viðskipti Jarðborana og HS orku líkt og viðskipti á milli ótengdra aðila. Geysir Green Energy skal tryggja að engar upplýsingar um starfsemi HS orku eða Jarðborana berist á milli félaganna aðrar en þær sem nauðsyn ber til vegna beinna viðskipta félaganna. Skal þess jafnframt gætt að upplýsingum sem Jarðborunum kunna að verða látnar í té af keppinautum HS orku sé haldið leyndum fyrir Geysi Green Energy og HS orku. Stjórnarmenn og starfsmenn Geysir Green Energy og Jarðboranna skulu undirrita yfirlýsingu um þagnarskyldu og trúnað þar að lútandi. Afrit þessara yfirlýsinga skulu send Samkeppniseftirlitinu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun heimilað samruna Geysis Green Energy (GGE) og HS Orku með nokkrum skilyrðum. Meðal þeirra er að GGE tryggi að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður verði milli Jarðborana, dótturfélags GGE og HS Orku. Einng skal tryggt að viðskipti milli þessarar aðila fari fram líkt og um óskylda aðila sé að ræða. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir m.a. að kaup GGE á 34% hlut í HS Orku þannig að heildarhlutur félagsins nemi 66% hlutafjár, feli í sér samruna. Telur stofnunin ekki þörf á að ógilda samrunann að uppfylltum skilyrðunum. Fjallað er um málið á heimasíðu eftilitsins. Í kjölfar athugunar Samkreppniseftirlitsins hafa samrunaaðilar fallist á að binda samrunann tilteknum skilyrðum. Lúta þessi skilyrði að stjórnunarlegum aðskilnaði Jarðboranna og HS orku ásamt áskilið er að viðskipti á milli félaganna skuli fara fram á líkt og ótengda aðila væri að ræða. Þá eru lagðar hömlur við því að upplýsingum sé miðlað á milli félaganna að því marki sem slíkt er ekki nauðsynlegt vegna viðskipta félaganna. Er þessum skilyrðum ætlað að vinna gegn því að HS orka og Jarðboranir hygli hvort öðru með óeðlilegum hætti og skapi þar með samkeppnishömlur á þeim mörkuðum sem þau fyrirtæki starfa. Samkeppniseftirlitið telur að skilyrðin séu nægjanleg til þess að eyða þeim samkeppnislegu vandamálum sem ella hefðu skapast með samruna þessum, að því er segir í niðurstöðum eftirlitsins. Skilyrðin eru m.a. eftirfarandi: Geysir Green Energy skal tryggja að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður sé milli Jarðborana hf. annars vegar og HS orku hins vegar. Skulu bæði félögin rekin sem sjálfstæðir lögaðilar. Skulu sömu aðilar ekki sitja í stjórn Jarðborana og HS orku. Hið sama gildir um þá sem eru makar umræddra aðila, skyldir þeim eða mægðir í beinan legg eða systkini þeirra. Geysir Green Energy skal tryggja að HS orka, dótturfélög og önnur tengd félög njóti ekki betri viðskiptakjara hjá Jarðborunum en keppinautar félaganna gera og að viðskiptavinum Jarðborana sé ekki mismunað á annan hátt, t.d. með ólíkri upplýsingamiðlun og ómálefnalegum samningsákvæðum og -kjörum. Skal farið með viðskipti Jarðborana og HS orku líkt og viðskipti á milli ótengdra aðila. Geysir Green Energy skal tryggja að engar upplýsingar um starfsemi HS orku eða Jarðborana berist á milli félaganna aðrar en þær sem nauðsyn ber til vegna beinna viðskipta félaganna. Skal þess jafnframt gætt að upplýsingum sem Jarðborunum kunna að verða látnar í té af keppinautum HS orku sé haldið leyndum fyrir Geysi Green Energy og HS orku. Stjórnarmenn og starfsmenn Geysir Green Energy og Jarðboranna skulu undirrita yfirlýsingu um þagnarskyldu og trúnað þar að lútandi. Afrit þessara yfirlýsinga skulu send Samkeppniseftirlitinu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira