Viðskipti innlent

Hátt atvinnuleysi fram á næsta ár

Gissur Pétursson gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði umtalsvert fram á næsta ár. Mynd/ Valgarður.
Gissur Pétursson gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði umtalsvert fram á næsta ár. Mynd/ Valgarður.
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir spár benda til að atvinnuleysi mælist rúmlega níu prósent eftir áramót. Ekki fari að draga úr atvinnuleysinu fyrr en liðið verður á næsta ár. Gissur Pétursson segir að dregið hafi örlítið úr atvinnuleysinu í sumar. Í maí mældist það 8,7 en mælist nú um 8,3 %. Skýringin sé að fleiri hafa verið ráðnir til sumarvinnu og auk þess sé ferðamannaiðnaðurinn í hámarki. Hann segir mannvirkja og byggingaiðnaðinn verða verst úti. Gissur segir þó mikla nýsköpun í gangi og bindur vonir við að atvinnulífið taki við sér á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×