Skilanefnd leggur fram 65% af eiginfjárframlagi í Nýja Kaupþing 20. júlí 2009 11:11 Samkvæmt samkomulaginu um endurfjármögnun Nýja Kaupþings mun skilanefnd Kaupþing leggja fram 65% af heildar eiginfjárframlagi í formi almenns hlutafjár og íslenska ríkið 35% í formi víkjandi láns og almenns hlutafjár. Í tilkynningu segir að með þessu eignist Kaupþing aftur þær eignir og skuldir sem færðar voru yfir til Nýja Kaupþings í samræmi við ákvörðun FME frá 21. október 2008. Skilanefnd Kaupþings hefur ásamt fjármálaráðgjafa sínum Morgan Stanley og fulltrúum kröfuhafa átt í viðræðum við íslenska ríkið síðastliðnar vikur um uppgjör á þeim eignum og skuldum sem færðar voru yfir til Nýja Kaupþings síðastliðið haust. Sökum mikillar óvissu um verðmat á eignum sem fluttar voru til nýja bankans telur skilanefnd hagsmunum kröfuhafa best borgið með eignarhaldi á Nýja Kaupþingi með það að markmiði að byggja upp öflugan viðskiptabanka sem er í fararbroddi í þjónustu við íslensk fyrirtæki og heimili. Samkvæmt samkomulagi ríkisins og skilanefndar mun ríkið sjá um endurfjármögnun Nýja Kaupþings í upphafi en skilanefnd fyrir hönd Kaupþings mun gefast kostur á að eignast 87% hlutafjár fyrir 31. október nk. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að undirritun formlegs samnings 14. ágúst næstkomandi. Skilanefnd Kaupþings og Nýja Kaupþing munu á næstunni taka saman upplýsingar fyrir kröfuhafa bankans. Stefnt er að því að halda kröfuhafafund í september þar sem samningurinn verður kynntur og kröfuhöfum gefið tækifæri til að láta skoðun sína í ljós. Jafnframt er samkomulagið háð fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á Nýja Kaupþingi og samþykki Fjármálaeftirlitsins. ,,Meginhlutverk skilanefndar Kaupþings er að vinna að hag kröfuhafa með því að hámarka verðmæti eigna bankans. Þessi samningur við íslenska ríkið er í samræmi við aðgerðir skilanefndarinnar á Norðurlöndunum þar sem samningar hafa náðst við þarlend stjórnvöld sem hafa aukið virði eigna bankans. Við teljum mikil verðmæti fólgin í starfsemi Nýja Kaupþings á Íslandi og viljum efla starfsemina enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. Nýja Kaupþing mun hér eftir sem hingað til heyra að öllu leyti undir íslensk lög og íslenskar eftirlitsstofnanir. Það felur meðal annars í sér að innstæður í bankanum eru jafn tryggar og áður. Með þessum samningi er traustum stoðum skotið undir starfsemi og þjónustu bankans. Bankinn er þannig vel í stakk búinn til að eiga sinn þátt í að flýta endurreisn íslensks efnahagslífs með sterkari tengslum við útlönd. „Þessi samningur eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um fjármögnun bankans og tryggir honum sterkt eiginfjárhlutfall og góða lausafjárstöðu. Nýja Kaupþing hefur sett sér það markmið að verða leiðandi í fjármálaþjónustu við íslensk heimili og fyrirtæki. Með traustu baklandi og fullfjármögnuðum banka getur Nýja Kaupþing einbeitt sér enn frekar en áður að því að leysa úr brýnum vanda viðskiptavina bankans", segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu um endurfjármögnun Nýja Kaupþings mun skilanefnd Kaupþing leggja fram 65% af heildar eiginfjárframlagi í formi almenns hlutafjár og íslenska ríkið 35% í formi víkjandi láns og almenns hlutafjár. Í tilkynningu segir að með þessu eignist Kaupþing aftur þær eignir og skuldir sem færðar voru yfir til Nýja Kaupþings í samræmi við ákvörðun FME frá 21. október 2008. Skilanefnd Kaupþings hefur ásamt fjármálaráðgjafa sínum Morgan Stanley og fulltrúum kröfuhafa átt í viðræðum við íslenska ríkið síðastliðnar vikur um uppgjör á þeim eignum og skuldum sem færðar voru yfir til Nýja Kaupþings síðastliðið haust. Sökum mikillar óvissu um verðmat á eignum sem fluttar voru til nýja bankans telur skilanefnd hagsmunum kröfuhafa best borgið með eignarhaldi á Nýja Kaupþingi með það að markmiði að byggja upp öflugan viðskiptabanka sem er í fararbroddi í þjónustu við íslensk fyrirtæki og heimili. Samkvæmt samkomulagi ríkisins og skilanefndar mun ríkið sjá um endurfjármögnun Nýja Kaupþings í upphafi en skilanefnd fyrir hönd Kaupþings mun gefast kostur á að eignast 87% hlutafjár fyrir 31. október nk. að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að undirritun formlegs samnings 14. ágúst næstkomandi. Skilanefnd Kaupþings og Nýja Kaupþing munu á næstunni taka saman upplýsingar fyrir kröfuhafa bankans. Stefnt er að því að halda kröfuhafafund í september þar sem samningurinn verður kynntur og kröfuhöfum gefið tækifæri til að láta skoðun sína í ljós. Jafnframt er samkomulagið háð fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á Nýja Kaupþingi og samþykki Fjármálaeftirlitsins. ,,Meginhlutverk skilanefndar Kaupþings er að vinna að hag kröfuhafa með því að hámarka verðmæti eigna bankans. Þessi samningur við íslenska ríkið er í samræmi við aðgerðir skilanefndarinnar á Norðurlöndunum þar sem samningar hafa náðst við þarlend stjórnvöld sem hafa aukið virði eigna bankans. Við teljum mikil verðmæti fólgin í starfsemi Nýja Kaupþings á Íslandi og viljum efla starfsemina enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. Nýja Kaupþing mun hér eftir sem hingað til heyra að öllu leyti undir íslensk lög og íslenskar eftirlitsstofnanir. Það felur meðal annars í sér að innstæður í bankanum eru jafn tryggar og áður. Með þessum samningi er traustum stoðum skotið undir starfsemi og þjónustu bankans. Bankinn er þannig vel í stakk búinn til að eiga sinn þátt í að flýta endurreisn íslensks efnahagslífs með sterkari tengslum við útlönd. „Þessi samningur eyðir þeirri óvissu sem hefur verið um fjármögnun bankans og tryggir honum sterkt eiginfjárhlutfall og góða lausafjárstöðu. Nýja Kaupþing hefur sett sér það markmið að verða leiðandi í fjármálaþjónustu við íslensk heimili og fyrirtæki. Með traustu baklandi og fullfjármögnuðum banka getur Nýja Kaupþing einbeitt sér enn frekar en áður að því að leysa úr brýnum vanda viðskiptavina bankans", segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira