Viðskipti innlent

Væntir óbreytts lánshæfis hjá öðrum matsfyrirtækjum

Greining Íslandsbanka væntir þess að matsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poors (S&) muni fara að fordæmi Fitch Ratings og halda lánshæfiseinkunum sínum fyrir ríkissjóð Íslands óbreyttum.

 

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að vænta megi að lánshæfismatsfyrirtækið S&P fari að láta í sér heyra um stöðu Íslands, en ekkert hefur heyrst frá fyrirtækinu um það efni eftir að það lækkaði einkunnir ríkissjóðs í lok nóvember 2008.

 

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá S&P eru BBB-/A-3 fyrir skuldbindingar í erlendri mynt en BBB+/A-2 fyrir skuldbindingar í innlendri mynt. Horfur fyrir lánshæfismatið eru neikvæðar.

 

"Við teljum að tónninn hjá S&P verði svipaður og hjá Moody´s og Fitch og reiknum jafnframt með að það komi ekki til með að breyta lánshæfiseinkunnum né horfum um þær á næstunni," segir í Morgunkorninu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×