Pistill: Nöfnin á eigendum bankana strax upp á borðið Friðrik Indriðason skrifar 20. júlí 2009 12:44 Það er með öllu óskiljanlegt að nöfnin á hinum nýjum erlendu eigendum Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skuli ekki gerð opinber. Það hlýtur að vera krafa allra innistæðueigenda í þessum tveimur bönkum og viðskiptavina að þessi nöfn verði sett upp á borðið strax. Mikið var gengið á ráðherra á blaðamannafundi í morgun um að gefa upp hvaða stórbankar þetta væru sem orðnir eru eigendur bankana tveggja en án árangurs. Því var borið við kröfulýsingarfrestur væri ekki liðinn. Halda Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að þjóðin sé hópur af bjánum. Eða er það virkilega svo að samkomulagið sem liggur fyrir sé gert án þess að allar kröfur liggi fyrir. Er þá enn eitt allsherjarklúðrið í sambandi við endurreisn Íslands í uppsiglingu? Hafi samkomulagið sem kynnt var í morgun verið gert án þess að allar kröfur í þrotabú Glitnis og Kaupþings liggi fyrir er um marklausan gerning að ræða. Og ef allar kröfur liggja fyrir, eða a.m.k. yfir 90% þeirra, er ekkert því til fyrirstöðu að gefa upp nöfn eigenda Íslandsbanka og Nýja Kaupþings. Þetta er skýrt og klárt. Það er lítið hald í þeim orðum Jóhönnu og Steingríms að kröfuhafarnir séu alþjóðlegir stórbankar en ekki vogunarsjóðir eins og haldið hefur verið fram. Og þó þetta séu stórbankar eiga innistæðueigendur og viðskiptavinir Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skýlausan rétt á því að vita hverjum þeim eru að treysta fyrir sparifé sínu og viðskiptum. Það er algert lykilatriði að hver og einn sem á eitthvað inni hjá Íslandsbanka eða Nýja Kaupþingi geti tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort hann vilji hafa þann hátt á áfram eða færa viðskipti sín annað. Og bæta má við að þetta er enn eitt dæmið um að stefna núverandi ríkisstjórnar um gegnsæi og opna stjórnsýslu er að verða meiri og meiri brandari eftir því sem líður á stjórnarsamstarfið. Það versta er að almenningur er fyrir löngu hættur að brosa þegar hann heyrir þennan brandara eina ferðina enn. Viðbót: Sá flötur er einnig á málinu að ráðherrarnir hafi kveðið of fast að orði og þetta sé samkomulag sem kröfuhöfunum stendur til boða en ekki samkomulag sem þeir hafi gengið að. Þá kæmi upp að í raun viti skilanefndirnar ekki nákvæmlega hverjir hinir endanlegu kröfuhafar kunni að verða og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir sex mánuði. Þá var ekki hægt að fullyrða á fundinum í morgun að um væri að ræða alþjóðlega stórbanka þar sem ekki liggur fyrir hvort þeir verði í hópnum eftir sex mánuði eða ekki. Vitað er að skuldabréf bankana, það er Glitnis og Kaupþings, hafa gengið kaupum og sölum í allan vetur eftir að uppboð var haldið á þeim eftir bankahrunið til að finna út hvað þeir sem seldu skuldatryggingar á þau ættu að borga kaupendum slíkra trygginga. Allavega eru bankarnir þá á meðan í eigu skilanefndana og engin ástæða fyrir almenning að pæla í hverjir muni eignast þá fyrr en um næstu jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Það er með öllu óskiljanlegt að nöfnin á hinum nýjum erlendu eigendum Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skuli ekki gerð opinber. Það hlýtur að vera krafa allra innistæðueigenda í þessum tveimur bönkum og viðskiptavina að þessi nöfn verði sett upp á borðið strax. Mikið var gengið á ráðherra á blaðamannafundi í morgun um að gefa upp hvaða stórbankar þetta væru sem orðnir eru eigendur bankana tveggja en án árangurs. Því var borið við kröfulýsingarfrestur væri ekki liðinn. Halda Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að þjóðin sé hópur af bjánum. Eða er það virkilega svo að samkomulagið sem liggur fyrir sé gert án þess að allar kröfur liggi fyrir. Er þá enn eitt allsherjarklúðrið í sambandi við endurreisn Íslands í uppsiglingu? Hafi samkomulagið sem kynnt var í morgun verið gert án þess að allar kröfur í þrotabú Glitnis og Kaupþings liggi fyrir er um marklausan gerning að ræða. Og ef allar kröfur liggja fyrir, eða a.m.k. yfir 90% þeirra, er ekkert því til fyrirstöðu að gefa upp nöfn eigenda Íslandsbanka og Nýja Kaupþings. Þetta er skýrt og klárt. Það er lítið hald í þeim orðum Jóhönnu og Steingríms að kröfuhafarnir séu alþjóðlegir stórbankar en ekki vogunarsjóðir eins og haldið hefur verið fram. Og þó þetta séu stórbankar eiga innistæðueigendur og viðskiptavinir Íslandsbanka og Nýja Kaupþings skýlausan rétt á því að vita hverjum þeim eru að treysta fyrir sparifé sínu og viðskiptum. Það er algert lykilatriði að hver og einn sem á eitthvað inni hjá Íslandsbanka eða Nýja Kaupþingi geti tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort hann vilji hafa þann hátt á áfram eða færa viðskipti sín annað. Og bæta má við að þetta er enn eitt dæmið um að stefna núverandi ríkisstjórnar um gegnsæi og opna stjórnsýslu er að verða meiri og meiri brandari eftir því sem líður á stjórnarsamstarfið. Það versta er að almenningur er fyrir löngu hættur að brosa þegar hann heyrir þennan brandara eina ferðina enn. Viðbót: Sá flötur er einnig á málinu að ráðherrarnir hafi kveðið of fast að orði og þetta sé samkomulag sem kröfuhöfunum stendur til boða en ekki samkomulag sem þeir hafi gengið að. Þá kæmi upp að í raun viti skilanefndirnar ekki nákvæmlega hverjir hinir endanlegu kröfuhafar kunni að verða og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir sex mánuði. Þá var ekki hægt að fullyrða á fundinum í morgun að um væri að ræða alþjóðlega stórbanka þar sem ekki liggur fyrir hvort þeir verði í hópnum eftir sex mánuði eða ekki. Vitað er að skuldabréf bankana, það er Glitnis og Kaupþings, hafa gengið kaupum og sölum í allan vetur eftir að uppboð var haldið á þeim eftir bankahrunið til að finna út hvað þeir sem seldu skuldatryggingar á þau ættu að borga kaupendum slíkra trygginga. Allavega eru bankarnir þá á meðan í eigu skilanefndana og engin ástæða fyrir almenning að pæla í hverjir muni eignast þá fyrr en um næstu jól.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun