Viðskipti innlent

RUV tapar 60 milljónum á mánuði

Tap RUV ohf. nam rúmlega 365 milljónum kr. á tímabilinu frá 1. september í fyrra og fram til loka febrúar í ár samkvæmt árshlutareikningi félagsins. Þetta samsvarar því að RUV hafi tapað rúmum 60 milljónum kr. á hverjum mánuði tímabilsins.

Samkvæmt yfirlitinu nema eignir RUV rúmlega 5,5 milljörðum kr. en bókfært eigið fé er neikvætt um rúmlega 336 milljónir kr. og eiginfjárhlutfallið því neikvætt.

Laun eru sem fyrr stærsti útgjaldapóstur RUV en þau ásamt launatengdum gjöldum nema rúmlega milljarði kr. á þessum sex mánuðum. Páll Magnússon útvarpsstjóri er með rúmlega 9 milljónir í laun eða rúmlega 1,5 milljón á mánuði.

Heildarlaun og þóknanir til tíu helstu stjórnenda námu rúmlega 52 milljónum kr. og þýðir það að að hver þeirra hafði að meðaltali hátt í 900.000 kr. í mánaðarlaun. Ef laun útvarpsstjóra eru dregin frá nemur mánaðarkaup stjórnenda að meðaltali tæpum 800.000 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×