Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlar að bæta verulega stöðu samkynhneigðra innan bandaríska hersins. Hann lýsti þessu yfir á fundi með baráttuhóp fyrir réttindum samkynhneigðra í gær. Áður hafði forsetinn sagst ætla að vinna að bættum réttindum samkynhneigðra.
Í dag geta samkynhneigðir aðeins sinnt herskyldu ef þeir fara leynt með kynhneigð sína. Þessi stefna hersins hefur verið mjög umdeild en herinn hefur staðið fast á því að halda henni.
