Viðskipti innlent

Bretar í viðræðum við AGS vegna Icesave skulda

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sagði í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gærkvöldi að stjórnvöld þar í landi væru í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hversu hratt Íslendingar muni greiða til baka það tjón sem þeir eru ábyrgir fyrir í Bretlandi.

Brown lenti í mikilli orrahríð í fyrirspurnartímanum en þingmenn sóttu hart að honum varðandi Christie spítalann í Manchester sem tapaði sex milljónum punda við fall íslensku bankanna. Brown var sakaður um að standa í vegi fyrir því að spítalinn gæti endurheimt fé sitt. Ráðherrann sagðist deila áhyggjum þingmanna en benti á að margir aðrir hefðu orðið fyrir tjóni og að nauðsynlegt væri að líta á málin í heild sinni.

„Mikilvægast er að íslensk stjórnvöld borgi," sagði Brown. „Þessvegna erum við í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og önnur yfirvöld um hversu hratt Ísland mun borga til baka af því tjóni sem landið er ábyrgt fyrir."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
6,9
58
355.843
ICEAIR
2,37
249
820.226
LEQ
1,46
2
1.138
ORIGO
0,81
8
49.987
BRIM
0,67
11
11.558

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,65
5
46.100
EIK
-2,34
13
38.828
EIM
-2,07
6
142.688
FESTI
-1,83
11
608.952
REITIR
-1,83
7
64.628
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.