Viðskipti innlent

Bretar í viðræðum við AGS vegna Icesave skulda

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sagði í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gærkvöldi að stjórnvöld þar í landi væru í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hversu hratt Íslendingar muni greiða til baka það tjón sem þeir eru ábyrgir fyrir í Bretlandi.

Brown lenti í mikilli orrahríð í fyrirspurnartímanum en þingmenn sóttu hart að honum varðandi Christie spítalann í Manchester sem tapaði sex milljónum punda við fall íslensku bankanna. Brown var sakaður um að standa í vegi fyrir því að spítalinn gæti endurheimt fé sitt. Ráðherrann sagðist deila áhyggjum þingmanna en benti á að margir aðrir hefðu orðið fyrir tjóni og að nauðsynlegt væri að líta á málin í heild sinni.

„Mikilvægast er að íslensk stjórnvöld borgi," sagði Brown. „Þessvegna erum við í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og önnur yfirvöld um hversu hratt Ísland mun borga til baka af því tjóni sem landið er ábyrgt fyrir."


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.