Viðskipti innlent

Ferðaþjónusta á landsbyggðinni fær 100 milljónir í styrki

Iðnaðarráðuneytið hefur úthlutað 100 milljónum kr. til ýmissa verkefna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Alls sóttu 210 aðilar um styrkina en úthlutunin nær til 46 aðila.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að fjöldi umsókna lýsi þeirri grósku sem er í ferðaþjónustu hér á landi. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar.

Hæsta styrkinn, eða 11 milljónir kr. hlaut Þjónustuhús við Akureyrarhöfn og 8 milljónir voru veittar til Viskubrunns í Álfalundi.

Meðal þeirra aðila sem fengu 2 til 6 milljónir kr. má nefna Tröllagarðinn í Fosstúni, Urðarbrunn, Jöklaveröld í Hoffelli og Ylströnd við Urriðavatn ásamt heitri laug.

Meðal minnstu styrkjanna, eða undir 500.000 kr. má nefna Hestvagna á Akureyri, Menningarleg tækifæri í Vestmannaeyjum og Bændagolf á Langanesi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×