Erlent

Tékkar undirrita Lissabon-sáttmálann

Forseti Tékklands, Vaclav Klaus, undirritaði Lissabon sáttmálann í dag. Sáttmálanum var hafnað fyrir fjórum árum síðan en tilgangur hans er meðal annars að tilnefna forseta Evrópusambandsins og breyta kosningafyrirkomulagi meðlima sambandsins.

Með samþykki Tékklands þá gæti sáttmálinn tekið gildi í desember.

Sáttmálinn er gríðarlega umdeildur innan Evrópusambandsins. Þeir sem eru honum hliðhollir vilja meina að sáttmálinn geri Evrópusambandinu það kleyft að vinna skilvirkara en áður. Þeir sem eru ósammála sáttmálanum halda því fram að sáttmálinn grafi undan valdi aðildarríkja og fyrir vikið verði embættismannakerfið í Brussel of valdamikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×