Viðskipti innlent

Enn óljóst hvenær efnahagsreikningar bankanna líta dagsins ljós

Enn liggur ekki fyrir tímasetning á því hvenær efnahagsreikningar ríkisbankanna verða kynntir. Þetta kom fram í svari Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ólafar Nordal á Alþingi í dag. Gylfi sagði að gerð reikninganna hafi því miður tafist en hann sagðist vona að þeir yrðu gerðir opinberir sem fyrst.

Ólöf spurði Gylfa einnig um hvort áform væru uppi um sameiningu einhverra þeirra þriggja banka sem nú eru á könnu ríkisins. Gylfi segir enga ákvörðun hafa verið tekna í því sambandi en hann sagði þó blasa við að umsvif fjármálakerfisins hér á landi hefðu minnkað það mikið að þær stofnanir sem hér séu reknar eru annað hvort of stórar eða of margar.

Gylfi sagðist því sjá fyrir sér að þegar framtíðarskipulag íslenska fjármálakerfisins verði dregið upp muni felast í því fækkun bankastofnana. Ráðherran ítrekaði þó að engin ákvörðun hefði verið tekin í því máli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×