Viðskipti innlent

AGS mætir á fimmtudaginn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nú lýst því yfir formlega að von sé á sendinefnd frá sjóðnum hingað til lands á fimmtudaginn kemur. Sendinefndin verður hér á landi fram til 10 mars en fyrir henni fer Mark Flanagan.

Sendimenn sjóðsins munu ræða þróun mála hér á landi við íslensk yfirvöld og leggja mat á framgang þeirrar áætlunar sem samþykkt var í nóvember. Flanagan og félagar munu ræða við fjölmiðla við lok heimsóknarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×