Viðskipti innlent

Atvinnuleysi ungs fólks er tikkandi tímasprengja

Stöðva verður ört vaxandi atvinnuleysi meðal ungs fólks á Norðurlöndunum. Atvinnuleysið er sem tikkandi tímasprengja.

Þetta er skoðun Velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Töfræðin sýnir að atvinnuleysi meðal ungs fólks er talsvert meira en meðaltal atvinnulausra í öðrum aldurshópum nánast alls staðar á Norðurlöndum.

 

Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að nefndin hafi lagt nýja tillögu fyrir norrænu ríkisstjórnirnar um sjálfbært atvinnulíf þar sem allir eiga kost á því að vinna. Takmarkið er atvinnumarkaður þar sem enginn er útilokaður og sveigjanleikinn er lykilorð.

 

"Þörf er á miklu meiri sveigjanleika í atvinnulífinu. Við erum á ólíkum æviskeiðum á starfsferli okkar og þess vegna verða atvinnurekendur að vera sveigjanlegir, segir Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarnefnarinnar.

 

Siv minnir á það sem Ingvar Kamprad, forstjóri IKEA, hefur sagt, að þriðjungur í lífi hvers manns getur farið til spillis ef hann er ekki í ásættanlegu starfi.

 

Velferðarnefndin bendir á fimm aðgerðir sem norrænu ríkisstjórnirnar ættu að hrinda í framkvæmd, t.d. að skilgreina hugtakið sjálfbært atvinnulíf. Nefndin vill að haldin verði þverfagleg ráðstefna um atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum og jafnframt hvetur hún til þess að hreyfanleiki hvað varðar vinnu og menntun á Norðurlöndum verði aukinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×