Varfærin fyrsta stýrivaxtalækkun Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. mars 2009 06:00 Rétt fyrir fund Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, tekur tali Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóra og Svein Harald Øygard seðlabankastjóra rétt fyrir kynningarfund vegna stýrivaxtaákvörðunar í gær. Fréttablaðið/GVA Lækkunarferli stýrivaxta Seðlabanka Íslands hófst í gær með því að vextir voru færðir niður um 100 punkta, í 17 prósent. Lækkunin er kynnt sem varfærið fyrsta skref í lækkunarferli, en boðaður var aukavaxtaákvörðunardagur 8. apríl. Verðbólga hefur hjaðnað hraðar en Seðlabankinn hafði spáð, frá hámarki í janúar. Vaxtaákvörðunin nú er sú fyrsta eftir að lögum um Seðlabankann var breytt fyrr á árinu og stofnuð peningastefnunefnd til að taka ákvarðanir í peningamálum. Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri og Svein Harald Øygard, aðalbankastjóri Seðlabankans, auk Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings kynntu ákvörðunina á fundi í Seðlabankanum í gær. Í rökstuðningi peningastefnunefndar kemur fram að hagvísar bendi til þess að skilyrði séu til þess að draga úr peningalegu aðhaldi. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Landsbankans, benti á fundinum á að vegna verðbólguþróunar væri með ákvörðuninni ekki í raun dregið úr aðhaldinu þar sem raunvaxtastig væri hér enn hátt. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri kvað hins vegar ljóst í hvaða átt bankinn stefndi, þótt ekki vildi hann geta sér til um hversu mikillar vaxtalækkunnar væri að vænta í apríl. „Það er peningastefnunefndarinnar að taka þá ákvörðun og ekki við hæfi að taka fram fyrir hendurnar á henni með yfirlýsingum þar um,“ sagði hann. Seðlabankinn leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að halda gengi krónunnar stöðugu, í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka sé viðkvæmur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið sé óhjákvæmilegt að peningalegt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi. Arnór Sighvatsson bendir á að ákvarðanir bankans séu teknar með það í huga að höftum verði létt. „Peningastefnunefndin hefur ákveðið að stíga varlega til jarðar. Við viljum sjá og endurmeta eftir hverja ákvörðun hvaða áhrif hún hefur á gjaldeyrismarkaðinn og krónuna. Í ljósi þess tökum við svo næstu skref,“ segir hann, en ekki sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær í ferlinu verði hægt að hefja afnám haftanna. Peningastefnunefndin bendir á að á næstu mánuðum verði mikilvæg skref stigin í endurskipulagningu fjármálakerfisins. Að henni lokinni, og hafi dregið úr óvissu og virkni fjármálamarkaða aukist, geti peningastefnan í auknum mæli stutt við efnahagsbata. Áréttað er að allar ákvarðanir þurfi að taka með það fyrir augum að „fjárhagslegt tap einkaaðila í kjölfar fjármálakreppunnar falli ekki á hið opinbera umfram það sem þegar er orðið“.Á kynningarfundi Svein Harald Øygard seðlabankastjóri hlýðir á erindi Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, í gær. Fréttablaðið/GVA Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Lækkunarferli stýrivaxta Seðlabanka Íslands hófst í gær með því að vextir voru færðir niður um 100 punkta, í 17 prósent. Lækkunin er kynnt sem varfærið fyrsta skref í lækkunarferli, en boðaður var aukavaxtaákvörðunardagur 8. apríl. Verðbólga hefur hjaðnað hraðar en Seðlabankinn hafði spáð, frá hámarki í janúar. Vaxtaákvörðunin nú er sú fyrsta eftir að lögum um Seðlabankann var breytt fyrr á árinu og stofnuð peningastefnunefnd til að taka ákvarðanir í peningamálum. Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri og Svein Harald Øygard, aðalbankastjóri Seðlabankans, auk Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings kynntu ákvörðunina á fundi í Seðlabankanum í gær. Í rökstuðningi peningastefnunefndar kemur fram að hagvísar bendi til þess að skilyrði séu til þess að draga úr peningalegu aðhaldi. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Landsbankans, benti á fundinum á að vegna verðbólguþróunar væri með ákvörðuninni ekki í raun dregið úr aðhaldinu þar sem raunvaxtastig væri hér enn hátt. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri kvað hins vegar ljóst í hvaða átt bankinn stefndi, þótt ekki vildi hann geta sér til um hversu mikillar vaxtalækkunnar væri að vænta í apríl. „Það er peningastefnunefndarinnar að taka þá ákvörðun og ekki við hæfi að taka fram fyrir hendurnar á henni með yfirlýsingum þar um,“ sagði hann. Seðlabankinn leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að halda gengi krónunnar stöðugu, í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka sé viðkvæmur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið sé óhjákvæmilegt að peningalegt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi. Arnór Sighvatsson bendir á að ákvarðanir bankans séu teknar með það í huga að höftum verði létt. „Peningastefnunefndin hefur ákveðið að stíga varlega til jarðar. Við viljum sjá og endurmeta eftir hverja ákvörðun hvaða áhrif hún hefur á gjaldeyrismarkaðinn og krónuna. Í ljósi þess tökum við svo næstu skref,“ segir hann, en ekki sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær í ferlinu verði hægt að hefja afnám haftanna. Peningastefnunefndin bendir á að á næstu mánuðum verði mikilvæg skref stigin í endurskipulagningu fjármálakerfisins. Að henni lokinni, og hafi dregið úr óvissu og virkni fjármálamarkaða aukist, geti peningastefnan í auknum mæli stutt við efnahagsbata. Áréttað er að allar ákvarðanir þurfi að taka með það fyrir augum að „fjárhagslegt tap einkaaðila í kjölfar fjármálakreppunnar falli ekki á hið opinbera umfram það sem þegar er orðið“.Á kynningarfundi Svein Harald Øygard seðlabankastjóri hlýðir á erindi Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, í gær. Fréttablaðið/GVA
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira