Viðskipti innlent

Tímamótaákvörðun þarf um stýrivextina

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þórður Friðjónsson
Þórður Friðjónsson
„Við köllum á tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir á morgun ákvörðun sína um stýrivexti, en skuggabankastjórnin mælist til að vextir verði nú lækkaðir um þrjú prósentustig, þannig að þeir verði á eftir 12,5 prósent. Aukinheldur mælist skuggabankastjórnin til þess að Seðlabankinn tilkynni þegar um þá fyrirætlan sína að lækka vexti um önnur þrjú prósentustig í byrjun júní þannig að þeir fari á þessu fjögurra vikna tímabili niður í 9,5 prósent. Þannig nálgist landið það raunstýrivaxtastig sem sé í öðrum hávaxtaríkjum.

Fari peningastefnunefndin þá leið sem skuggabankastjórnin leggur til hverfur hún frá áður yfirlýstu ferli „varfærinna" lækkana. „Aðferðafræðin sem fylgt hefur verið um litlar breytingar og sjá síðan til er einfaldlega ekki viðeigandi lengur, ef ekki beinlínis hættuleg," segir Þórður.

Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir aðra þætti en stýrivaxtastigið, svo sem uppbyggingu efnahagslífsins, skipta meira máli hvað varðar gengi krónunnar og Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, segir löngu tímabært að ákveða myndarlega lækkun stýrivaxta. Hvarvetna í heiminum hafi seðlabankar beitt sér gegn kreppunni með þeim hætti. Sjá síður 4 og 5








Fleiri fréttir

Sjá meira


×