Viðskipti innlent

Finnur ráðinn bankastjóri til ársloka 2009

Finnur Sveinbjörnsson.
Finnur Sveinbjörnsson.

Stjórn Nýja Kaupþings banka hefur ákveðið að framlengja ráðningarsamning Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra til ársloka 2009. Jafnframt var ákveðið að auglýsa starf bankastjóra laust til umsóknar undir árslok.

 

Bráðabirgðastjórn Nýja Kaupþings banka réð Finn tímabundið til starfa í október í fyrra. Núverandi bankastjórn leysti bráðabirgðastjórnina af hólmi 10. nóvember og síðan þá segist hún hafa unnið markvisst með Finni að því að skipuleggja og móta starfsemi og rekstur nýs banka.

,,Finnur starfaði ekki hjá „gamla bankanum" og ráðning hans markaði því í sjálfu sér ákveðin skil nútíðar og fortíðar í forystu fyrirtækisins. Þessi skil voru síðan skerpt enn frekar með breytingum í stjórnendateymi bankans um síðustu áramót. Stjórn Nýja Kaupþings banka telur það gagnast hagsmunum bankans best að framlengja ráðningarsamninginn við Finn og lýsa yfir fullum stuðningi við hann og hið nýja stjórnendateymi í brýnum og vandasömum verkefnum sem unnið er að til að festa starfsemi bankans í sessi og skapa honum trúnað og traust í samfélaginu," segir í tilkynningu frá bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×