Útrásin lifir: Íslendingar stofna flugfélag í Litháen 19. október 2009 15:38 Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn. Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn.
Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent