Útrásin lifir: Íslendingar stofna flugfélag í Litháen 19. október 2009 15:38 Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn. Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta er nú að stofna flugfélag í Vilnius, höfuðborg Litháen. Flugfélagið á að heita Lithuania Express og á að byggja á Iceland Express eins og það var í upphafi þegar það var stofnað árið 2003. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni balticbusinessnews (bbn) er Þorsteinn Guðnason í forsvari fyrir íslenska hópinn en hann samanstendur af þremur félögum og átta einstaklingum. Ætlunin er að hið nýja flugfélag fljúgi til þriggja áfangastaða frá Vilnius fyrsta kastið. Fyrstu eigendur og starfsmenn Iceland Express hafa verið fengnir til ráðgjafar við að koma félaginu á laggirnar. „Okkar áætlun er að byrja með áætlunarflug til Amsterdam, Berlínar og Kaupmannahafnar," segir Þorsteinn í samtali við news2biz í Litháen. „Það er ekkert flug í dag frá Vilnius til Amsterdam og Berlínar en á leiðinni til Kaupmannahafnar munum við keppa við tvö önnur flugfélög. En Kaupmannahöfn er jú vinsælasti áfangastaður frá Litháen." Í máli Þorsteins kemur fram að félagið muni hefja rekstur með einni Boeing 737-700 og að fljótlega muni önnur vél bætast í flotann. „Í stað þess að vera með 148 sæti í vélinni verðum við með 136 sæti og bjóðum því upp á rýmra pláss í okkar ferðum," segir Þorsteinn. „Markhópur okkar er viðskiptafólk sem vill fá gæði fyrir peninga sína." Samkvæmt vefsíðunni staðhæfa Íslendingarnar að þeir séu komnir með öll tilskilin leyfi fyrir flugrekstri sínum. „Eitt af félögum okkar er staðsett í Danmörku og er með danskt flugrekstrarleyfi (AOC) innan ESB. Yfirvöld í Litháen þurfa aðeins að staðfesta það," segir Þorsteinn.
Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira