Innlent

UMFÍ áhugasamt um að stofna Lýðháskóla

Frá setningu landsmóts UMFÍ.
Frá setningu landsmóts UMFÍ.

„Þetta er bara á teikniborðinu," segir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, en uppi hafa verið hugmyndir um að stofna Lýðháskóla hér á landi. Um er að ræða draum sem ungmennafélagið hefur gengið með í maganum en er ekki komið á alvarlegt stig að sögn Helgu.

Hún er þegar búin að viðra hugmyndina við Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra sem og Árna Pál Árnason félags- og tryggingamálaráðherra. Vel var tekið í hugmyndina í ráðuneytunum.

UMFÍ auglýsti eftir nýjum mótshöldurum í gær eftir að Grundafjarðarbær og Héraðssamband Snæfells- Hnappadalssýslu fengu árs frest vegna efnahagskreppunnar en halda átti mótið þar í ár.

Því vantar mótshaldara fyrir landsmótið fyrir árið 2010. Áhugasöm sveitarfélög geta sótt um að halda mótið til 10. janúar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×